„Skelfileg úrslit fyrir Stjörnuna, og Íslenskan fótbolta í heild sinni," skrifaði Sölvi Haraldsson fréttamaður Fótbolta.net í textalýsingu frá 4-0 tapi Stjörnunnar gegn liði Paide í Eistlandi á fimmtudaginn.
Paide er í fjórða sæti eistnesku deildarinnar sem er ellefu sætum fyrir neðan þá íslensku á styrkleikalista UEFA. Fjallað var um tapið í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977 í dag.
Paide er í fjórða sæti eistnesku deildarinnar sem er ellefu sætum fyrir neðan þá íslensku á styrkleikalista UEFA. Fjallað var um tapið í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977 í dag.
„Ég er búinn að tala við fróða menn og þeir segja að þetta séu ein allra verstu úrslit hjá íslensku félagsliði í mörg ár. Þetta er afhroð á móti ekki betra liði. Þetta var niðurlægjandi og þessi mörk voru ekkert annað en bíó," segir Elvar Geir.
„Þetta var hræðilegt frá A til Ö, til skammar ef maður á að tala hreint út. Í byrjun leiks fannst mér Stjörnuliðið ekkert ólíklegra en svo koma þessi ótrúlega ódýru mörk," segir Valur Gunnarsson.
Þórarinn Ingi Valdimarsson átti martraðarleik í vörn Stjörnunnar og þeir Örvar Logi Örvarsson og Sindri Þór Ingimarsson voru einnig í alls konar vandræðum.
„Þetta var katastrófa. Leikurinn fór ekki einu sinni fram á heimavelli Paide, þeirra völlur er verri en gamli Valbjarnarvöllurinn. Alls ekki löglegur í Evrópu," segir Elvar.
Stjarnan vann 2-1 í heimaleiknum en fékk þennan skell í Eistlandil. Víkingur er eina íslenska liðið sem er eftir í Evrópukeppni og mun mæta eistnesku liði í næstu umferð, Floru Tallinn.
Athugasemdir