Dyche að taka við Forest - Chelsea vill Aghehowa - Njósnarar Barcelona sáu Greenwood fara á kostum
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Haddi: Virkilega góður dagur fyrir KA
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
Hallgrímur Mar: Var búinn að hugsa um þetta fyrr í leiknum
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
Segir markmann ÍBV hafa eiginlega kýlt sig og Láka saka sig um dýfur
„Bara eins og maður hafi verið stunginn"
Lárus Orri: Hélt ég myndi ekki standa skælbrosandi á KA vellinum eftir að hafa tapað 5-1
Eiður Aron að flytja suður - „Væri frábært að skilja við liðið í efstu deild og í Evrópukeppni"
Láki fékk rautt - „Finnst allt í lagi að manni sé sýnd virðing“
Jón Þór: Þá skiptir það ekki fokking máli
Óskar lætur stöðutöfluna ekki skilgreina líf sitt - „Sef vel á nóttunni og vakna glaður“
Óskar Borgþórs hótaði að rífa sig úr að ofan - „Það var bara til að æsa aðeins"
Evrópusætið ekki lengur í höndum Breiðabliks - „Ömurleg tilfinning"
Sölvi Geir virkilega ánægður: Hefur reynst okkur erfiður útivöllur í gegnum tíðina
Samantha: Vildum sýna að við eigum titilinn skilið
Guðni: Hún mun nýtast land og þjóð vel í komandi framtíð
   mán 03. október 2022 22:09
Stefán Marteinn Ólafsson
Dagur Dan: Búinn að vera æfa þetta núna í hellings tíma og loksins eru mörkin að detta
Dagur Dan Þórhallsson leikmaður Breiðabliks
Dagur Dan Þórhallsson leikmaður Breiðabliks
Mynd: Fótbolti.net - J.L.

Topplið Breiðablik tóku á móti Stjörnumönnum þegar fyrsta umferð úrslitakeppninnar hélt áfram göngu sinni í kvöld.

Liðin mættust á Kópavogsvelli og var mikið undir fyrir heimamenn í Breiðablik en þeir gátu stigið stór skref í átt að þeim stóra með sigri hér í kvöld.


Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  0 Stjarnan

„Uppleggið var að control-a leiknum og mér fannst við gera það bara mest megnist af leiknum og eiginlega bara allan leikinn. Það var fullt control og spiluðum þokkalega vel þannig þetta var bara virkilega góð byrjun á þessari úrslitakeppni." Sagði Dagur Dan Þórhallsson leikmaður Breiðabliks eftir leikinn í kvöld.

Leikurinn byrjaði nokkuð jafnt en eftir að Dagur Dan hafði komið Blikum yfir virtist þetta aldrei vera í neinni hættu.

„Alltaf gott að geta skorað og bara virkilega gaman og það er líka gaman þegar maður er búin að vera reyna æfa þetta núna í hellings tíma þannig loksins eru mörkin að detta og bara gaman að geta hjálpað liðinu."

Eftir fyrri leik þessara liða þá var ekki von á því að það þyrfti að eyða mörgum orðum í hvatningarræðu.

„Nei, það var harma að hefna í þessum leik og við vissum það klárlega. Við töpuðum 5-2 þannig það þurfti ekkert að mótivera okkur í þennan leik." 

Nánar er rætt við Dag Dan Þórhallsson leikmann Breiðabliks í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner