Topplið Breiðablik tóku á móti Stjörnumönnum þegar fyrsta umferð úrslitakeppninnar hélt áfram göngu sinni í kvöld.
Liðin mættust á Kópavogsvelli og var mikið undir fyrir heimamenn í Breiðablik en þeir gátu stigið stór skref í átt að þeim stóra með sigri hér í kvöld.
Lestu um leikinn: Breiðablik 3 - 0 Stjarnan
„Uppleggið var að control-a leiknum og mér fannst við gera það bara mest megnist af leiknum og eiginlega bara allan leikinn. Það var fullt control og spiluðum þokkalega vel þannig þetta var bara virkilega góð byrjun á þessari úrslitakeppni." Sagði Dagur Dan Þórhallsson leikmaður Breiðabliks eftir leikinn í kvöld.
Leikurinn byrjaði nokkuð jafnt en eftir að Dagur Dan hafði komið Blikum yfir virtist þetta aldrei vera í neinni hættu.
„Alltaf gott að geta skorað og bara virkilega gaman og það er líka gaman þegar maður er búin að vera reyna æfa þetta núna í hellings tíma þannig loksins eru mörkin að detta og bara gaman að geta hjálpað liðinu."
Eftir fyrri leik þessara liða þá var ekki von á því að það þyrfti að eyða mörgum orðum í hvatningarræðu.
„Nei, það var harma að hefna í þessum leik og við vissum það klárlega. Við töpuðum 5-2 þannig það þurfti ekkert að mótivera okkur í þennan leik."
Nánar er rætt við Dag Dan Þórhallsson leikmann Breiðabliks í spilaranum hér fyrir ofan.
L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |