Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
Fred stoðsendingahæstur: Myndi vilja hafa Rúnar með mér á miðjunni
Benoný kominn með gullskóinn: Var ákveðinn í að slá þetta met
Viktor flytur á Akranes og framlengir út 2027
„Ég fer að grenja að tala um það"
Dóri Árna: Ekki verið nálægt því að tapa síðan einhvern tímann í júní
Höskuldur: Þetta er epísk sögulína
Andri Rafn: Maður er náttúrulega bara í einhverjum graut eftir þetta
„Fannst við eiga að vinna stærra"
Aron Bjarna: Ennþá að meðtaka þetta
Sölvi Geir: Því miður féll þetta bara ekki með okkur
Damir: Við pökkuðum þeim bara saman
Davíð Ingvars: Það verður partý fram á nótt
„Tveir úrslitaleikir og núll titlar er ekki nógu gott"
Arnór Gauti svaraði Eyþóri Wöhler: Stórt shout á saununa í Lágó
Kiddi Steindórs: Stundum þarf vondi kallinn að sigra
Ísak Snær: Tvö tímabil tveir titlar, ekki slæm tölfræði."
Daníel Laxdal heiðraður sem goðsögn Stjörnunnar: Kom bara eitt lið til greina
Leifur niðurbrotinn eftir skell og fall: Mér líður hræðilega
Hilmar Árni heiðraður eftir síðasta leikinn: Þetta var tilfinningaríkt
Þórarinn Ingi: Ég ætla ekki að gefa út strax að maður sé hættur
banner
   mán 03. október 2022 22:09
Stefán Marteinn Ólafsson
Dagur Dan: Búinn að vera æfa þetta núna í hellings tíma og loksins eru mörkin að detta
Dagur Dan Þórhallsson leikmaður Breiðabliks
Dagur Dan Þórhallsson leikmaður Breiðabliks
Mynd: Fótbolti.net - J.L.

Topplið Breiðablik tóku á móti Stjörnumönnum þegar fyrsta umferð úrslitakeppninnar hélt áfram göngu sinni í kvöld.

Liðin mættust á Kópavogsvelli og var mikið undir fyrir heimamenn í Breiðablik en þeir gátu stigið stór skref í átt að þeim stóra með sigri hér í kvöld.


Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  0 Stjarnan

„Uppleggið var að control-a leiknum og mér fannst við gera það bara mest megnist af leiknum og eiginlega bara allan leikinn. Það var fullt control og spiluðum þokkalega vel þannig þetta var bara virkilega góð byrjun á þessari úrslitakeppni." Sagði Dagur Dan Þórhallsson leikmaður Breiðabliks eftir leikinn í kvöld.

Leikurinn byrjaði nokkuð jafnt en eftir að Dagur Dan hafði komið Blikum yfir virtist þetta aldrei vera í neinni hættu.

„Alltaf gott að geta skorað og bara virkilega gaman og það er líka gaman þegar maður er búin að vera reyna æfa þetta núna í hellings tíma þannig loksins eru mörkin að detta og bara gaman að geta hjálpað liðinu."

Eftir fyrri leik þessara liða þá var ekki von á því að það þyrfti að eyða mörgum orðum í hvatningarræðu.

„Nei, það var harma að hefna í þessum leik og við vissum það klárlega. Við töpuðum 5-2 þannig það þurfti ekkert að mótivera okkur í þennan leik." 

Nánar er rætt við Dag Dan Þórhallsson leikmann Breiðabliks í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner