Real hættir við Guehi - Liverpool horfir til Wolfsburg - Barca getur ekki borgað uppsett verð - Mainoo til Napoli
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   mán 03. október 2022 22:09
Stefán Marteinn Ólafsson
Dagur Dan: Búinn að vera æfa þetta núna í hellings tíma og loksins eru mörkin að detta
Dagur Dan Þórhallsson leikmaður Breiðabliks
Dagur Dan Þórhallsson leikmaður Breiðabliks
Mynd: Fótbolti.net - J.L.

Topplið Breiðablik tóku á móti Stjörnumönnum þegar fyrsta umferð úrslitakeppninnar hélt áfram göngu sinni í kvöld.

Liðin mættust á Kópavogsvelli og var mikið undir fyrir heimamenn í Breiðablik en þeir gátu stigið stór skref í átt að þeim stóra með sigri hér í kvöld.


Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  0 Stjarnan

„Uppleggið var að control-a leiknum og mér fannst við gera það bara mest megnist af leiknum og eiginlega bara allan leikinn. Það var fullt control og spiluðum þokkalega vel þannig þetta var bara virkilega góð byrjun á þessari úrslitakeppni." Sagði Dagur Dan Þórhallsson leikmaður Breiðabliks eftir leikinn í kvöld.

Leikurinn byrjaði nokkuð jafnt en eftir að Dagur Dan hafði komið Blikum yfir virtist þetta aldrei vera í neinni hættu.

„Alltaf gott að geta skorað og bara virkilega gaman og það er líka gaman þegar maður er búin að vera reyna æfa þetta núna í hellings tíma þannig loksins eru mörkin að detta og bara gaman að geta hjálpað liðinu."

Eftir fyrri leik þessara liða þá var ekki von á því að það þyrfti að eyða mörgum orðum í hvatningarræðu.

„Nei, það var harma að hefna í þessum leik og við vissum það klárlega. Við töpuðum 5-2 þannig það þurfti ekkert að mótivera okkur í þennan leik." 

Nánar er rætt við Dag Dan Þórhallsson leikmann Breiðabliks í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner