Topplið Breiðablik tóku á móti Stjörnumönnum þegar fyrsta umferð úrslitakeppninnar hélt áfram göngu sinni í kvöld.
Liðin mættust á Kópavogsvelli og var mikið undir fyrir heimamenn í Breiðablik en þeir gátu stigið stór skref í átt að þeim stóra með sigri hér í kvöld.
Lestu um leikinn: Breiðablik 3 - 0 Stjarnan
„Fín byrjun, sterk frammistaða og þá sérstaklega varnarlega, mér fannst við fara illa með urmul af möguleikum á síðasta þriðjung og við þurfum að laga það en mjög öflug liðs frammistaða." Sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Breiðabliks eftir leikinn í kvöld.
Leikurinn byrjaði nokkuð jafnt en eftir að Breiðablik komst yfir virtist þetta aldrei vera í neinni hættu.
„Þeir fá þarna tvö skot ef mig misminnir ekki en síðan svona hægt og bítandi náðum við stjórninni og Stjarnan er þannig lið að þeir vilja spila og ég bet mikla virðingu fyrir því sem að þeir eru að koma með að borðinu og eru að reyna og bara virkilega vel gert en það var kveikt á okkur varnarlega og sterkir að vinna boltann og loka svæðum og með einbeitingu allan tímann þannig bara öflug frammistaða þegar maður kemur úr svona hlé þá veit maður aldrei hvernig liðið kemur til leiks en ég er mjög sáttur með þetta."
Nánar er rætt við Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfara Blika í spilaranum hér fyrir ofan.
L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |