Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 03. nóvember 2020 23:49
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tekur Jota byrjunarliðssætið af Firmino?
Diogo Jota.
Diogo Jota.
Mynd: Getty Images
Diogo Jota hefur fengið mikið jákvætt umtal í kvöld og það skiljanlega.

Portúgalinn skoraði þrennu fyrir Liverpool í 5-0 sigri gegn Atalanta í riðlakeppni Meistaradeildarinnar.

Hann kom inn í liðið fyrir Roberto Firmino, sem hefur ekki sýnt sínar bestu hliðar í upphafi tímabils. Rio Ferdinand, fyrrum leikmaður Manchester United, segir að Jota sé búinn að setja mikla pressu á Firmino núna.

„Firmino mun vilja byrja en þessi gaur er búinn að setja miklu pressu á hann. Þetta var fullkomið kvöld, Klopp getur ekki beðið um miklu meira," sagði Ferdinand.

Michael Owen, fyrrum sóknarmaður Liverpool, sagði: „Þetta er stórkostleg þrenna. Hann klúðraði fyrsta færi sínu en lærði af því... þeir eru tilbúnir að treysta honum (Jota), hann er alvöru leikmaður."

Liverpool á leik við Manchester City í ensku úrvalsdeildinni um helgina og spurning hvort byrjar þar: Jota eða Firmino?
Athugasemdir
banner
banner
banner