Árbær sem leikur í 3. deildinni hefur tilkynnt um nýjan þjálfara. Baldvin Már Borgarsson hefur tekið við sem aðalþjálfari.
„Baldvin var aðstoðaðarþjálfari hjá Ægi Þorlákshöfn og fór með þá úr 4. deild alla leið upp í Lengjudeildina. Þannig hann er kunnugur því að koma liðum upp um deild," segir í tilkynningu Árbæinga.
Gylfi Tryggvason sem var þjálfari Árbæinga er tekinn við sem aðstoðarþjálfari kvennaliðs HK.
Baldvin lét nýlega af störfum sem aðstoðarþjálfari Ægismanna en í Árbænum mun hann vera með Nemanja Lekanic sér til aðstoðar.
Árbær hafnaði í þriðja sæti 3. deildar í sumar og setur stefnuna á að komast upp í 2. deild á næsta ári.
„Baldvin var aðstoðaðarþjálfari hjá Ægi Þorlákshöfn og fór með þá úr 4. deild alla leið upp í Lengjudeildina. Þannig hann er kunnugur því að koma liðum upp um deild," segir í tilkynningu Árbæinga.
Gylfi Tryggvason sem var þjálfari Árbæinga er tekinn við sem aðstoðarþjálfari kvennaliðs HK.
Baldvin lét nýlega af störfum sem aðstoðarþjálfari Ægismanna en í Árbænum mun hann vera með Nemanja Lekanic sér til aðstoðar.
Árbær hafnaði í þriðja sæti 3. deildar í sumar og setur stefnuna á að komast upp í 2. deild á næsta ári.
Athugasemdir