Janúartilboð frá Liverpool í Kerkez og Zubimendi - Forest vill Ferguson - Man Utd hefur áhuga á Raum og Yildiz
   þri 03. desember 2024 23:37
Brynjar Ingi Erluson
Spænski konungsbikarinn: Espanyol óvænt úr leik
Espanyol er úr leik í bikarnum
Espanyol er úr leik í bikarnum
Mynd: EPA
La Liga-liðið Espanyol er óvænt úr leik í spænska konungsbikarnum eftir að hafa tapað gegn liði úr C-deildinni í kvöld.

Espanyol, sem er nýliði í La Liga, tapaði fyrir C-deildarliðinu Barbastro, 2-0, á útivelli.

Andres Barrera skoraði bæði mörk Barbastro í leik þar sem Espanyol var með öll völd.

Espanyol átti þrettán skot á markið og var 74 prósent með boltann, en færin fóru forgörðum í kvöld og liðið úr leik.

Real Valladolid hleypti full mikilli spennu í einvígi sitt gegn C-deildarliði Real Avila. Staðan var 2-2 eftir venjulegan leiktíma en í framlengingunni skoruðu Marcos Andre og Kike Perez tvö og sáu til þess að koma Valladolid í 32-liða úrslit.

Celta Vigo pakkaði Salamanca saman, 7-0, á meðan Las Palmas vann 2-1 sigur á CE Europa.
Athugasemdir
banner
banner