Liverpool býður í Camavinga - Liverpool og Man City berjst um Semenyo - Fulham vill bandarískan sóknarmann
   þri 30. desember 2025 07:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Girona á eftir Ter Stegen
Mynd: EPA
Marc Andre ter Stegen mun að öllum líkindum yfirgefa Barcelona í janúar en hann er ekki í náðinni hjá Hansi Flick, stjóra liðsins.

Þýski markvörðurinn er að koma til baka eftir langvarandi meiðsli en Joan Garcia hefur eignað sér stöðuna eftir komuna frá Espanyol síðasta sumar.

Ter Stegen er orðaður við Girona en Michel, stjóri Girona, er mjög spenntur fyrir honum.

„Ég myndi elska að hafa ter Stegen hjá okkur, hann er topp markmaður. Öll félög vilja Marc í sitt lið," sagði Michel.
Athugasemdir
banner
banner