Man City leiðir baráttuna um Gibbs-White - Chelsea hefur áhuga á Gyökeres - Watkins til Liverpool?
Kristinn Aron: KR mikið betra en fyrir ári síðan
Óskar Hrafn: Framtíðin er sannarlega björt í Vesturbænum
Heimir: Þá missti hann bara tökin á leiknum
Már Ægis: Miklu betra að vera hérna heima
Rúnar: Helvítið hann Kristján Finnbogason þekkir allar vítaskyttur á landinu
Siggi Höskulds: Einhver mesti markaskorari sem ég hef séð í yngri flokkum
Fjórir leikmenn ÍR í páskafríi erlendis - „Með algjöru leyfi frá okkur"
Peter Jones með sitt fyrsta meistaraflokksmark: Þetta kemur ekki frá pabba
Halli Hróðmars: Mjög svekktur að hafa ekki getað spilað í Grindavík í dag
Adam Páls: Maður þarf að þroskast líka sem persóna
Alexander Rafn: Geðveikt að fá að læra af þessum leikmönnum
Eggert Gunnþór: Ríkjandi bikarmeistarar og við vissum alltaf að þetta yrði erfitt
Keppni sem okkur þykir vænt um - „Stefnum bara á Laugardalsvöll"
Jakob Gunnar skoraði gegn gömlu félögunum - „Skrítið en mjög skemmtilegt"
Hallgrímur Mar um innkomu Römer: Eins gott og það gat verið
Viktor Elmar: Er flottur leikmaður, þó ég segi sjálfur frá
Gunnar Már um fyrstu mánuðina: Þetta hefur verið brekka
Dóri Árna um Damir: Innan við eitt prósent líkur á því
Rúnar Páll: Ég ætlaði að taka mér pásu frá þjálfun
Haukur Andri: Maður ætlar sér klárlega aftur út
   lau 04. janúar 2025 22:06
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Glódís Perla: Ótrúlega dýrmætt og mun aldrei gleyma því
Glódís Perla með gripinn
Glódís Perla með gripinn
Mynd: KSÍ - Mummi Lú
Glódís Perla ásamt Þorsteini Halldórssyni, landsliðsþjálfara kvennalandsliðsins og Þorvaldi Örlygssyni formanni KSÍ
Glódís Perla ásamt Þorsteini Halldórssyni, landsliðsþjálfara kvennalandsliðsins og Þorvaldi Örlygssyni formanni KSÍ
Mynd: KSÍ - Mummi Lú
„Ég kunni ekki að tala í Rúv viðtali áðan, þetta er gríðarlegur heiður, stolt og þakklát," í viðtali hjá Fótbolta.net eftir að hún var kjörin Íþróttamaður ársins 2024 í kvöld.

Glódís hefur unnið ýmsa titla í gegnum ferilinn en hún bætti þýska meistaratitlinum í safnið í fyrra og hún fékk hún gæsilegan grip fyrir að vera kjörin Íþróttamaður ársins. Er pláss fyrir þetta heima hjá þér?

„Ég treysti á að pabbi komi þessu fyrir þangað til ég flyt heim einhverntíman," sagði Glódís Perla á léttu nótunum.

„Það er mikið af einstaklingsverðlaunum en það sem skiptir máli er liðið og hvernig einstaklingarnir geta gert hina einstaklingana betri, það er það sem er svo fallegt við fótbolta. Mér finnst mikilvægt að það komi fram að þetta er ekki bara mitt, þetta eru allir sem ég hef spilað með," sagði Glódís.

Það stærsta að mati Glódísar á árinu var að lyfta þýska meistaratitilinum sem fyrirliði Bayern.

„Ég fór að gráta um leið og það var flautað af og fékk tilfinningaflóðið yfir mig því ég áttaði mig allt í einu á því hvað þetta var allt saman stórt og mikið. Ég var ekki búin að leyfa mér að finna það allt árið, það var extra sérstakt fyrir mig að lyfta þeim titli," sagði Glódís.

„Svo nátturulega að spila fyrir framan fulla stúku af framtíðarfótboltastelpum og vinna Þýskaland og koma okkkur beint á EM, allt á sama degi er ótrúlega dýrmætt og ég held ég muni aldrei gleyma því," sagði Glódís en Ísland tryggði sér sæti á EM í Sviss næsta sumar fyrir framan fulla stúku af stelpum sem voru að keppa á Símamótinu.

Þú áttir frábært ár 2024, verður þetta nokkuð síðra?

„Ég vona ekki, ég á fullt inni og það er mikið af skemmtilegum hlutum framundan á þessu ári líka," sagði Glódís Perla að lokum.
Athugasemdir
banner