Ákveðinn í að fá Haaland til Barcelona - City veitir Liverpool keppni um Guehi - Everton mun ekki hlusta á tilboð í Branthwaite
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   lau 04. janúar 2025 22:06
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Glódís Perla: Ótrúlega dýrmætt og mun aldrei gleyma því
Kvenaboltinn
Glódís Perla með gripinn
Glódís Perla með gripinn
Mynd: KSÍ - Mummi Lú
Glódís Perla ásamt Þorsteini Halldórssyni, landsliðsþjálfara kvennalandsliðsins og Þorvaldi Örlygssyni formanni KSÍ
Glódís Perla ásamt Þorsteini Halldórssyni, landsliðsþjálfara kvennalandsliðsins og Þorvaldi Örlygssyni formanni KSÍ
Mynd: KSÍ - Mummi Lú
„Ég kunni ekki að tala í Rúv viðtali áðan, þetta er gríðarlegur heiður, stolt og þakklát," í viðtali hjá Fótbolta.net eftir að hún var kjörin Íþróttamaður ársins 2024 í kvöld.

Glódís hefur unnið ýmsa titla í gegnum ferilinn en hún bætti þýska meistaratitlinum í safnið í fyrra og hún fékk hún gæsilegan grip fyrir að vera kjörin Íþróttamaður ársins. Er pláss fyrir þetta heima hjá þér?

„Ég treysti á að pabbi komi þessu fyrir þangað til ég flyt heim einhverntíman," sagði Glódís Perla á léttu nótunum.

„Það er mikið af einstaklingsverðlaunum en það sem skiptir máli er liðið og hvernig einstaklingarnir geta gert hina einstaklingana betri, það er það sem er svo fallegt við fótbolta. Mér finnst mikilvægt að það komi fram að þetta er ekki bara mitt, þetta eru allir sem ég hef spilað með," sagði Glódís.

Það stærsta að mati Glódísar á árinu var að lyfta þýska meistaratitilinum sem fyrirliði Bayern.

„Ég fór að gráta um leið og það var flautað af og fékk tilfinningaflóðið yfir mig því ég áttaði mig allt í einu á því hvað þetta var allt saman stórt og mikið. Ég var ekki búin að leyfa mér að finna það allt árið, það var extra sérstakt fyrir mig að lyfta þeim titli," sagði Glódís.

„Svo nátturulega að spila fyrir framan fulla stúku af framtíðarfótboltastelpum og vinna Þýskaland og koma okkkur beint á EM, allt á sama degi er ótrúlega dýrmætt og ég held ég muni aldrei gleyma því," sagði Glódís en Ísland tryggði sér sæti á EM í Sviss næsta sumar fyrir framan fulla stúku af stelpum sem voru að keppa á Símamótinu.

Þú áttir frábært ár 2024, verður þetta nokkuð síðra?

„Ég vona ekki, ég á fullt inni og það er mikið af skemmtilegum hlutum framundan á þessu ári líka," sagði Glódís Perla að lokum.
Athugasemdir
banner