Chelsea býst við að landa Guehi - Risaverðmiði á Isak - Mikill áhugi á Mateta
Tími kominn til að taka skrefið - „Hitti hann á göngugötunni á Tenerife"
„Pældi bara í því sem var á borðinu og Víkingur var númer eitt"
Ánægður með Þungavigtarbikarinn: Öðruvísi að hafa æfingaleikina sem mót
Dóri Árna: Erum í leit að hafsent og senter
Óli Valur skoraði gegn gömlu félögunum: Virkilega gaman, toppmenn
Markus Nakkim: Besta ákvörðunin fyrir mig að koma til Íslands
Unnur skiptir um félag í fyrsta sinn - „Þurfti á þessu að halda"
„Einhver áhugi en Stjarnan var alltaf að fara að vera valin"
Óskar Hrafn um félagskiptamarkaðinn: Verðum ekki mjög aktívir
Gylfi hefur heyrt í Arnari: Samband okkar hefur ekkert breyst
Sölvi Snær á varnaræfingum KSÍ: Fer betri leikmaður útaf þessum æfingum
Jörundur Áki: Þeir hafa margt fram að færa sem krakkarnir geta lært af
Hugurinn leitaði heim eftir góð ár í Árbæ - „Var svolítið ákveðin"
Norðurálsmótið 40 ára í sumar
Kári Árna: Týndu synirnir eru komnir aftur heim
Viktor Bjarki aðstoðar Sölva: Verið draumur mjög lengi
Sölvi fengið góðan skóla og stígur nú í stóra skó - „Búinn að heilaþvo mann síðustu sex árin"
Endurnýjar kynnin við Arnar - „Vona að hann hafi lært eitthvað"
Arnar í draumastarfið: Ótrúlega ljúft en að sama skapi smá sorg
Eyþór með skýr markmið í nýju liði - „Þetta er bara mín vinna"
   lau 04. janúar 2025 22:06
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Glódís Perla: Ótrúlega dýrmætt og mun aldrei gleyma því
Glódís Perla með gripinn
Glódís Perla með gripinn
Mynd: KSÍ - Mummi Lú
Glódís Perla ásamt Þorsteini Halldórssyni, landsliðsþjálfara kvennalandsliðsins og Þorvaldi Örlygssyni formanni KSÍ
Glódís Perla ásamt Þorsteini Halldórssyni, landsliðsþjálfara kvennalandsliðsins og Þorvaldi Örlygssyni formanni KSÍ
Mynd: KSÍ - Mummi Lú
„Ég kunni ekki að tala í Rúv viðtali áðan, þetta er gríðarlegur heiður, stolt og þakklát," í viðtali hjá Fótbolta.net eftir að hún var kjörin Íþróttamaður ársins 2024 í kvöld.

Glódís hefur unnið ýmsa titla í gegnum ferilinn en hún bætti þýska meistaratitlinum í safnið í fyrra og hún fékk hún gæsilegan grip fyrir að vera kjörin Íþróttamaður ársins. Er pláss fyrir þetta heima hjá þér?

„Ég treysti á að pabbi komi þessu fyrir þangað til ég flyt heim einhverntíman," sagði Glódís Perla á léttu nótunum.

„Það er mikið af einstaklingsverðlaunum en það sem skiptir máli er liðið og hvernig einstaklingarnir geta gert hina einstaklingana betri, það er það sem er svo fallegt við fótbolta. Mér finnst mikilvægt að það komi fram að þetta er ekki bara mitt, þetta eru allir sem ég hef spilað með," sagði Glódís.

Það stærsta að mati Glódísar á árinu var að lyfta þýska meistaratitilinum sem fyrirliði Bayern.

„Ég fór að gráta um leið og það var flautað af og fékk tilfinningaflóðið yfir mig því ég áttaði mig allt í einu á því hvað þetta var allt saman stórt og mikið. Ég var ekki búin að leyfa mér að finna það allt árið, það var extra sérstakt fyrir mig að lyfta þeim titli," sagði Glódís.

„Svo nátturulega að spila fyrir framan fulla stúku af framtíðarfótboltastelpum og vinna Þýskaland og koma okkkur beint á EM, allt á sama degi er ótrúlega dýrmætt og ég held ég muni aldrei gleyma því," sagði Glódís en Ísland tryggði sér sæti á EM í Sviss næsta sumar fyrir framan fulla stúku af stelpum sem voru að keppa á Símamótinu.

Þú áttir frábært ár 2024, verður þetta nokkuð síðra?

„Ég vona ekki, ég á fullt inni og það er mikið af skemmtilegum hlutum framundan á þessu ári líka," sagði Glódís Perla að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner