Wharton til Real Madrid - Chelsea vill Vini - Sunderland horfir til Barcelona - Sterling að losna úr prísundinni?
   sun 04. janúar 2026 19:45
Ívan Guðjón Baldursson
Núnez, Retegui og Lacazette á skotskónum
Mynd: Al Hilal
Mynd: EPA
Þrír leikir voru spilaðir í efstu deild í Sádi-Arabíu í dag þar sem þónokkrar stórstjörnur mættu á völlinn.

Sergej Milinkovic-Savic lagði upp fyrir Darwin Núnez í sigri Al-Hilal og fara lærisveinar Simone Inzaghi í toppsæti deildarinnar með sigrinum, eftir að Cristiano Ronaldo og félagar í Al-Nassr töpuðu stigum síðustu tvær umferðir í röð.

Al-Hilal vann með tveggja marka mun og er enn taplaust, með 32 stig eftir 12 umferðir - einu stigi meira heldur en Al-Nassr.

Marcos Leonardo komst einnig á blað í sigrinum og voru Theo Hernández, Malcom og hinn umtalaði Rúben Neves meðal byrjunarliðsmanna.

Nahitan Nández og Mateo Retegui komust þá báðir á blað í auðveldum sigri Al-Qadsiah gegn Al-Riyadh. Al-Qadsiah vann 4-0 og er í fimmta sæti með 24 stig úr 12 leikjum.

Nacho Fernández og Julian Weigl voru meðal byrjunarliðsmanna í sigrinum.

Að lokum skoraði Alexandre Lacazette í sigri Neom SC og er liðið með 20 stig í efri hluta deildarinnar. Ahmed Hegazy og Luis Maximiano voru einnig í byrjunarliðinu.

Damac 0 - 2 Al-Hilal
0-1 Darwin Nunez ('35)
0-2 Marcos Leonardo ('53)

Al-Qadsiah 4 - 0 Al-Riyadh
1-0 Julian Quinones ('1)
2-0 Nahitan Nandez ('11)
3-0 Mateo Retegui ('51, víti)
4-0 T. Al Ammar ('91)

Al-Hazem 1 - 2 Neom SC
0-1 Alexandre Lacazette ('59)
0-2 Luciano Rodriguez ('88)
1-2 A. Sayoud ('95, víti)
Athugasemdir
banner
banner
banner