Kluivert orðaður við Newcastle - Gerrard með tilboð frá Carlisle - Sesko og Zubimendi færast nær Arsenal
   þri 04. febrúar 2025 23:30
Brynjar Ingi Erluson
Barcola og Doue komu PSG áfram - Fyrsti leikur Kimpembe í tvö ár
Bradley Barcola skoraði seinna mark PSG
Bradley Barcola skoraði seinna mark PSG
Mynd: Getty Images
Paris Saint-Germain kom sér örugglega áfram í 8-liða úrslit franska bikarsins í kvöld.

Franska stórliðið vann C-deildarlið Le Mans, 2-0, með mörkum frá þeim Desire Doue og Bradley Barcola.

Doue, sem er 19 ára gamall, skoraði eftir stoðsendingu Goncalo Ramos á 25. mínútu og þá gulltryggði Barcola sigurinn með marki tuttugu mínútum fyrir leikslok.

Varnarmaðurinn Presnel Kimpembe var að spila sinn fyrsta leik í tvö ár. Hann sleit hásin árið 2023 og fékk síðustu tíu mínúturnar í kvöld við mikinn fögnuð stuðningsmanna PSG.


Athugasemdir
banner