Paris Saint-Germain kom sér örugglega áfram í 8-liða úrslit franska bikarsins í kvöld.
Franska stórliðið vann C-deildarlið Le Mans, 2-0, með mörkum frá þeim Desire Doue og Bradley Barcola.
Doue, sem er 19 ára gamall, skoraði eftir stoðsendingu Goncalo Ramos á 25. mínútu og þá gulltryggði Barcola sigurinn með marki tuttugu mínútum fyrir leikslok.
Varnarmaðurinn Presnel Kimpembe var að spila sinn fyrsta leik í tvö ár. Hann sleit hásin árið 2023 og fékk síðustu tíu mínúturnar í kvöld við mikinn fögnuð stuðningsmanna PSG.
???????????? After around 700 days out, Presnel Kimpembe (29) is BACK! ??????
— EuroFoot (@eurofootcom) February 4, 2025
The last time he played was February 2023. pic.twitter.com/RdD7ilmtx3
Athugasemdir