Kluivert orðaður við Newcastle - Gerrard með tilboð frá Carlisle - Sesko og Zubimendi færast nær Arsenal
   þri 04. febrúar 2025 16:00
Elvar Geir Magnússon
Howe bjartsýnn þrátt fyrir rólegan janúarglugga
Mynd: EPA
Eddie Howe stjóri Newcastle segir að þó hafi fækkað í hópnum hjá sér þá innihaldi hann mikil gæði.

Varnarmaðurinn Lloyd Kelly fór á láni til Juventus og vængmaðurinn Miguel Almiron fór aftur til Atlanta United. Newcastle telur að samkomulagið um Kelly styrki sig gagnvart fjárhagsreglunum um hagnað og sjálfbærni.

„Ég reyni að taka ákvarðanir sem hjálpa okkur þegar til langs tíma er litið og þetta er ein af þeim ástæðum," segir Howe.

„Við horfum til framtíðar í áætlunum okkar og sjáum til þess að allt sé í lagi varðandi fjárhagsreglurnar. Ég sagði í upphafi gluggans að hann myndi ekki aðallega snúast um að fá leikmenn inn heldur að reyna að veikja ekki hópinn þannig að það hefði áhrif á liðið. Það er engin ástæða til að halda að við getum ekki náð árangri. Framtíðin lítur vonandi bjartari út."
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 23 17 5 1 56 21 +35 56
2 Arsenal 24 14 8 2 49 22 +27 50
3 Nott. Forest 24 14 5 5 40 27 +13 47
4 Chelsea 24 12 7 5 47 31 +16 43
5 Man City 24 12 5 7 48 35 +13 41
6 Newcastle 24 12 5 7 42 29 +13 41
7 Bournemouth 24 11 7 6 41 28 +13 40
8 Aston Villa 24 10 7 7 34 37 -3 37
9 Fulham 24 9 9 6 36 32 +4 36
10 Brighton 24 8 10 6 35 38 -3 34
11 Brentford 24 9 4 11 42 42 0 31
12 Crystal Palace 24 7 9 8 28 30 -2 30
13 Man Utd 24 8 5 11 28 34 -6 29
14 Tottenham 24 8 3 13 48 37 +11 27
15 West Ham 24 7 6 11 29 46 -17 27
16 Everton 23 6 8 9 23 28 -5 26
17 Wolves 24 5 4 15 34 52 -18 19
18 Leicester 24 4 5 15 25 53 -28 17
19 Ipswich Town 24 3 7 14 22 49 -27 16
20 Southampton 24 2 3 19 18 54 -36 9
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner