
Damallsvenskan Nyheter á Twitter hefur opinberað spá sína fyrir sænsku úrvalsdeildina.
Sænska úrvalsdeildin fer aftur af stað eftir um tvær vikur en í spánni eru þrjú efstu liðin öll með Íslendinga innanborðs.
Häcken, sem varð meistari í fyrra undir nafni Kopparbergs/Göteborg FC, er spáð titlinum en þar er hin 19 ára gamla Diljá Ýr Zomers.
Rosengård er spáð öðru sæti og Kristianstad þriðja sæti. Glódís Perla Viggósdóttir er lykilmaður í vörn Rosengård og með Kristianstad spila Sif Atladóttir og Sveindís Jane Jónsdóttir. Elísabet Gunnarsdóttir og Björn Sigurbjörnsson eru þá þjálfarar Kristianstad, sem endaði í þriðja sæti í fyrra og náði þar með sínum besta árangri frá upphafi.
„Þær líta út fyrir að vera sterkari á þessu ári. Ef þú ert ekki tilbúin í erfiðan leik, þá geturðu bara verið heima hjá þér. (Elísabet) Gunnarsdóttir er búin að gera leikmennina að íslenskum víkingum. Gætu endað með gull," segir í umsögn um Kristianstad.
Örebro er spáð sjöunda sæti, Vaxjö áttunda sæti, Piteå tíunda sæti, Djurgården 11. sæti og AIK neðsta sæti. Berglind Rós Ágústsdóttir og Cecilía Rán Rúnarsdóttir eru í Örebro, Andrea Mist Pálsdóttir í Vaxjö, Hlín Eiríksdóttir í Piteå, Guðrún Arnardóttir í Djurgården og Hallbera Guðný Gísladóttir í AIK.
1. Häcken
— Damallsvenskan Nyheter (@damallsvfotboll) April 1, 2021
Mitt tips till SM-Guldet är att det hamnar hos Häcken. Det kryllar av stjärnspelare i laget. Seriens bästa målvaktsduo, fem svenska landslagspelare på mittfältet, två anfallare med enorm rutin. Klarar laget att försvara SM-Guldet från i fjol?
Min 11a pic.twitter.com/2W2fu4b7SH
Athugasemdir