Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   sun 04. apríl 2021 08:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spá í spilin í Svíþjóð - „Gert leikmennina að íslenskum víkingum"
Glódís er lykilmaður í vörn Rosengård.
Glódís er lykilmaður í vörn Rosengård.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Damallsvenskan Nyheter á Twitter hefur opinberað spá sína fyrir sænsku úrvalsdeildina.

Sænska úrvalsdeildin fer aftur af stað eftir um tvær vikur en í spánni eru þrjú efstu liðin öll með Íslendinga innanborðs.

Häcken, sem varð meistari í fyrra undir nafni Kopparbergs/Göteborg FC, er spáð titlinum en þar er hin 19 ára gamla Diljá Ýr Zomers.

Rosengård er spáð öðru sæti og Kristianstad þriðja sæti. Glódís Perla Viggósdóttir er lykilmaður í vörn Rosengård og með Kristianstad spila Sif Atladóttir og Sveindís Jane Jónsdóttir. Elísabet Gunnarsdóttir og Björn Sigurbjörnsson eru þá þjálfarar Kristianstad, sem endaði í þriðja sæti í fyrra og náði þar með sínum besta árangri frá upphafi.

„Þær líta út fyrir að vera sterkari á þessu ári. Ef þú ert ekki tilbúin í erfiðan leik, þá geturðu bara verið heima hjá þér. (Elísabet) Gunnarsdóttir er búin að gera leikmennina að íslenskum víkingum. Gætu endað með gull," segir í umsögn um Kristianstad.

Örebro er spáð sjöunda sæti, Vaxjö áttunda sæti, Piteå tíunda sæti, Djurgården 11. sæti og AIK neðsta sæti. Berglind Rós Ágústsdóttir og Cecilía Rán Rúnarsdóttir eru í Örebro, Andrea Mist Pálsdóttir í Vaxjö, Hlín Eiríksdóttir í Piteå, Guðrún Arnardóttir í Djurgården og Hallbera Guðný Gísladóttir í AIK.


Athugasemdir
banner
banner
banner