Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 04. apríl 2021 16:44
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Þýskaland: Sjálfsmark Ludwig tryggði Stuttgart öll stigin - Kolbeinn kom inn á
Augustinsson í svörtu skallar hann í hægra markhornið.
Augustinsson í svörtu skallar hann í hægra markhornið.
Mynd: Getty Images
Kolbeinn í baráttunni við Ikone á EM
Kolbeinn í baráttunni við Ikone á EM
Mynd: Getty Images
Stuttgart 1 - 0 Werder
1-0 Ludwig Augustinsson ('81 , sjálfsmark)

Einum leik er lokið í þýsku Bundesliga og nú er í gangi viðureign Herthu og Union Berlin.

Í fyrri leik dagsins vann Stuttgart 1-0 sigur á Werder frá Bremen.

Ludwig Augustinsson, leikmaður Werder, varð fyrir því óláni að skora eina mark leiksins í eigið net á 81. mínútu. Ludwig ætlaði að hreinsa fyrirgjöf í burtu en skallaði boltann í eigið net.

Stuttgart var meira með boltann og átti fleiri tilraunir í leiknum og er sem stendur í 7.- 8. sæti á meðan Werder er í 13. sæti.

Kolbeinn Birgir Finnsson kom þá inn á á 63. mínútu í 1-0 sigri U23/varaliðs Dortmund gegn Fortuna Köln. Dortmund er langefst í Regionalliga West, fjórðu efstu deild Þýskalands (svæðisskipt).

Union Berlin 1 - 1 Hertha (Hófst 16:00)
1-0 Robert Andrich ('9 )
1-1 Dodi Lukebakio ('35 , víti)

Athugasemdir
banner
banner
banner