Filipe Luís tók fyrst við U17 og svo U20 liði Flamengo á skömmum tíma áður en hann var ráðinn sem þjáfari aðalliðsins þrátt fyrir reynsluleysi.
Filipe Luís þjálfari Flamengo er sterklega orðaður við spænska stórveldið Atlético Madrid.
Starf Diego Simeone þjálfara Atlético er ekki talið vera í hættu en þegar kemur að því að hann hættir þá vilja stjórnendur félagsins vera reiðubúnir.
Fabrizio Romano er meðal fréttamanna sem greina frá áhuga Atlético á Filipe Luís, sem var að skrifa undir nýjan samning í Brasilíu. Hann er núna samningsbundinn Flamengo næstu tvö árin.
Luís hefur verið að gera mjög góða hluti hjá Flamengo en hann er 40 ára gamall og þekkir mjög vel til hjá Atlético eftir dvöl sína þar sem leikmaður.
Hann lék fyrir Atlético í átta ár, þar af voru sjö ár undir stjórn Simeone.
The show goes on ???? pic.twitter.com/rzgdgRhJp1
— FL4MEN9O (@Flamengo_en) December 30, 2025
Athugasemdir


