Enska úrvalsdeildin er tæplega hálfnuð og því er vel við hæfi að líta á bestu kaup tímabilsins. Miðillinn Football365 tók saman lista yfir tíu bestu kaup sumarsins.
10) Nordi Mukiele (til Sunderland frá PSG á 9.5 milljónir punda)
Kemur frá PSG eftir að hafa verið á láni hjá Bayer Leverkusen. Það voru eflaust margir sem efuðust um þessi skipti en hann hefur reynst liðinu einkar vel og hefur verið máttarstólpur í spútnikliði Sunderland á tímabilinu.
9) Mohammed Kudus (til Tottenham frá West Ham á 55 milljónir punda)
Kudus hefur átt sveiflukennt tímabil, getur verið einn besti maður vallarins en á það til að missa taktinn. Hann hefur skorað tvö mörk ásamt því að leggja upp fimm og hefur stimplað sig inn sem einn af mikilvægustu mönnum liðsins.
8) Adrien Truffert (til Bournemouth frá Rennes á 11.4 milljónir punda)
Hefur fyllt frábærlega í skarð Kerkez sem gekk til liðs við Liverpool í sumar. Hann hefur aðlagast enska boltanum vel og hefur staðið sig vel í nýsmíðaðri vörn Bournemouth manna.
7) Gianluigi Donnarumma (til Manchester City frá PSG á 26 milljónir punda)
Man City fékk besta markvörð heims til liðs við sig á 26 milljónir punda, það segir allt sem segja þarf.
6) Malick Thiaw (til Newcastle United frá AC Milan á 31 milljónir punda)
Þjóðverjinn hefur komið vel inn í vörn Newcastle þrátt fyrir slakt gengi liðsins í deildinni. Þá gerir liðsfélagi og landi hans, Nick Woltemade, einnig tilkall á listann en það væri of vel í lagt að velja tvo fyrir lið sem er í 14. sæti í deildinni.
5) Estevao (til Chelsea frá Palmeiras á 29 milljónir punda, með ákvæðum)
Þrátt fyrir að félagskiptin voru löngu ákveðin er hann enn gjaldgengur á þennan topplista. Einstakur leikmaður og hefur sýnt það á stóra sviðinu, þrátt fyrir að vera aðeins átján ára gamall. Hann á svo sannarlega framtíðina fyrir sér.
4) Joao Palhinha (til Tottenham á láni frá Bayern Munchen)
Eftir erfiða dvöl í Þýskalandi þá hefur hann komið frábær til baka til Englands og hefur verið einn mikilvægasti leikmaður Tottenham á tímabilinu.
3) Robin Roefs (til Sunderland frá NEC Nijmegen á 9.5 milljónir punda)
Það voru fáir sem þekktu nafnið þegar hann gekk til liðs við Sunderland fyrir tímabil en sá hefur staðið sig vel. Hefur verið einn albesti markvörður deildarinnar, ef ekki sá besti, það sem af er tímabils.
2) Martin Zubimendi (til Arsenal frá Real Sociedad á 60 milljónir punda)
Sá spænski hefur komið frábærlega inn í lið Arsenal. Hefur komið vel inn djúpur á miðjunni og gerir þá Declan Rice kleift að ýta ofar sem nýtur sín vel í sóknarleiknum.
Athugasemdir


