Halldór Árnason og Arnór Sveinn Aðalsteinsson. Halldór er orðaður við U21 landsliðið og Arnór er hættur sem aðstoðarþjálfari Breiðabliks.
Nú þegar áramót eru handan við hornið eru tvö stór þjálfarastörf á landinu laus; starf U21 landsliðsþjálfara hjá KSÍ og svo þjálfarastaða Bestu-deildarliðs ÍBV í Vestmanneyjum.
Staða U21 landsliðsþjálfara losnaði eftir að Ólafur Ingi Skúlason var ráðinn sem þjálfari Breiðabliks. Næsta verkefni U21 er í mars og KSÍ hefur verið að gefa sér tíma áður en ráðinn verður einstaklingur í stöðuna.
Ejub Purisevic, fyrrum þjálfari Víkings í Ólafsvík og núverandi þjálfari yngri leikmanna FH, og Halldór Árnason, sem var látinn taka pokann sinn hjá Breiðabliki, eru þeir tveir sem helst hafa verið orðaðir við þjálfarastöðu U21 landsliðsins.
„Við skoðum þessi mál út frá því hvað hentar knattspyrnusambandinu til lengri tíma litið," sagði Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ, í viðtali við Fótbolta.net fyrr í þessum mánuði.
Staða U21 landsliðsþjálfara losnaði eftir að Ólafur Ingi Skúlason var ráðinn sem þjálfari Breiðabliks. Næsta verkefni U21 er í mars og KSÍ hefur verið að gefa sér tíma áður en ráðinn verður einstaklingur í stöðuna.
Ejub Purisevic, fyrrum þjálfari Víkings í Ólafsvík og núverandi þjálfari yngri leikmanna FH, og Halldór Árnason, sem var látinn taka pokann sinn hjá Breiðabliki, eru þeir tveir sem helst hafa verið orðaðir við þjálfarastöðu U21 landsliðsins.
„Við skoðum þessi mál út frá því hvað hentar knattspyrnusambandinu til lengri tíma litið," sagði Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ, í viðtali við Fótbolta.net fyrr í þessum mánuði.
Lítið heyrist frá Vestmanneyjum
Þorlákur Árnason sagði óvænt upp sem þjálfari ÍBV í byrjun desember en hann sagðist ekki geta sætt sig við að fyrirliði liðsins, Alex Freyr Hilmarsson, hafi verið ráðinn sem framkvæmdastjóri og þar með orðinn hans yfirmaður.
„Þegar þetta var búið að raungerast fékk ég alltaf sömu niðurstöðu. Ég er bara þessi manneskja sem ég er og mér finnst þetta asnalegt og það er bara þannig," sagði Láki sem gerði frábæra hluti með ÍBV á síðasta tímabili.
Túfa, Srdjan Tufegdzic, var efstur á óskalista ÍBV en gaf félaginu afsvar og er tekinn við þjálfun IFK Värnamo í Svíþjóð.
Steven Caulker, sem var spilandi aðstoðarþjálfari Stjörnunnar seinni hluta tímabils, hefur verið orðaður við þjálfarastarfið í Eyjum og þá hefur Ejub einnig verið nefndur.
23.12.2025 10:30
Endar Caulker í Eyjum? - „Hann er mjög hrifinn af Íslandi“
Caulker er eitt stærsta nafn sem spilað hefur á Íslandi, en hann lék með liðum á borð við Liverpool, Tottenham, Fenerbahce, Cardiff City og QPR á löngum leikmannaferli sínum. Hann stefnir á að skapa sér nafn sem þjálfari.
Forráðamenn ÍBV hafa ekkert svarað símtölum Fótbolta.net síðustu vikur.
Hver verður aðstoðarþjálfari Blika?
Þá er áhugaverð þjálfarastaða laus í Kópavoginum en ekki er búið að gefa út hver verði aðstoðarþjálfari Ólafs Inga. Arnór Sveinn Aðalsteinsson ákvað að láta af störfum sem aðstoðarþjálfari.
Þessir þjálfa í tveimur efstu deildum karla:
Besta deild karla
Víkingur R.: Sölvi Geir Ottesen
Valur: Hermann Hreiðarsson*
Stjarnan: Jökull Elísabetarson
Breiðablik: Ólafur Ingi Skúlason*
Fram: Rúnar Kristinsson
FH: Jóhannes Karl Guðjónsson*
KA: Hallgrímur Jónasson
ÍA: Lárus Orri Sigurðsson
ÍBV: ?
KR: Óskar Hrafn Þorvaldsson
Þór: Sigurður Heiðar Höskuldsson
Keflavík: Haraldur Freyr Guðmundsson
Lengjudeild karla
Vestri: Daniel Badu*
Afturelding: Magnús Már Einarsson
Njarðvík: Davíð Smári Lamude*
Þróttur R.: Sigurvin Ólafsson
HK: Gunnar Heiðar Þorvaldsson*
ÍR: Jóhann Birnir Guðmundsson
Völsungur: Patrick De Wilde*
Fylkir: Heimir Guðjónsson*
Leiknir R.: Brynjar Björn Gunnarsson*
Grindavík: Ray Anthony Jónsson*
Ægir: Nenad Zivanovic
Grótta: Rúnar Páll Sigmundsson
* Kemur nýr inn í starfið
Athugasemdir





