Liverpool vill Guehi næsta sumar frekar en að gera janúartilboð - Man Utd dreymir um að fá McTominay aftur - Everton hefur áhuga á leikmönnum Man Utd
   þri 30. desember 2025 21:12
Ívan Guðjón Baldursson
Býst við að hafa Semenyo gegn Arsenal
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Andoni Iraola þjálfari Bournemouth svaraði spurningum fyrir leik liðsins gegn Chelsea í ensku úrvalsdeildinni.

Hann var meðal annars spurður út í kantmanninn eftirsótta Antoine Semenyo sem er að öllum líkindum að skipta yfir til Manchester City á næstu viku eða tveimur.

Iraola vonast til að halda Semenyo fyrir næsta leik gegn Arsenal sem er á dagskrá 3. janúar, en Bournemouth er þessa stundina að gera 2-2 jafntefli við Chelsea á Stamford Bridge.

Man City greiðir 65 milljónir punda til að kaupa Semenyo.

„Antoine er að gera mjög vel og ég býst við að hann verði til taks í næsta leik hjá okkur. Vonandi heldur hann áfram að spila eins og hann hefur verið að gera," sagði Iraola fyrir upphafsflautið.

„Það eru mikil læti í kringum hann og ég sem þjálfarinn hans óttast að allt þetta umtal gæti haft neikvæð áhrif á frammistöðuna hans."

Bournemouth byrjaði tímabilið gríðarlega vel en hefur átt erfitt uppdráttar að undanförnu. 25 ára Semenyo er kominn með 8 mörk og 3 stoðsendingar í 16 deildarleikjum á fyrri hluta tímabils.

Bournemouth er með 23 stig eftir 19 umferðir ef staðan breytist ekki í leiknum gegn Chelsea.
Athugasemdir
banner