Liverpool vill Guehi næsta sumar frekar en að gera janúartilboð - Man Utd dreymir um að fá McTominay aftur - Everton hefur áhuga á leikmönnum Man Utd
banner
   þri 30. desember 2025 16:46
Elvar Geir Magnússon
Rice ekki með Arsenal í stórleiknum í kvöld
Declan Rice.
Declan Rice.
Mynd: EPA
Enskir fjölmiðlar greina frá því að Declan Rice, lykilmaður Arsenal, verði ekki með í stórleiknum gegn Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

Hann meiddist á hné þegar hann var að leysa stöðu bakvarðar í 2-1 sigrinum gegn Brighton & Hove Albion á laugardaginn.

Hann kláraði leikinn þrátt fyrir að finna fyrir óþægindum og vonaðist til að geta spilað gegn Villa. Samkvæmt The Athletic er hann þó ekki klár í slaginn og verður hvíldur til að forðast að meiðslin verði verri.

Ekki er búið að greina meiðslin algjörlega en talið er að þau séu ekki alvarleg. Sögusagnir eru um að hann verði frá í tvær vikur en þær sögur hafa ekki verið staðfestar.

Villa verður án Matty Cash og Boubacar Kamara í kvöld en þeir taka út leikbann.

Leikur Arsenal og Aston Villa verður klukkan 20:15 í kvöld en liðin eru í fyrsta og þriðja sæti.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 18 13 3 2 33 11 +22 42
2 Man City 18 13 1 4 43 17 +26 40
3 Aston Villa 18 12 3 3 29 19 +10 39
4 Liverpool 18 10 2 6 30 26 +4 32
5 Chelsea 18 8 5 5 30 19 +11 29
6 Man Utd 18 8 5 5 32 28 +4 29
7 Sunderland 18 7 7 4 20 18 +2 28
8 Brentford 18 8 2 8 28 26 +2 26
9 Crystal Palace 18 7 5 6 21 20 +1 26
10 Fulham 18 8 2 8 25 26 -1 26
11 Tottenham 18 7 4 7 27 23 +4 25
12 Everton 18 7 4 7 18 20 -2 25
13 Brighton 18 6 6 6 26 25 +1 24
14 Newcastle 18 6 5 7 23 23 0 23
15 Bournemouth 18 5 7 6 27 33 -6 22
16 Leeds 18 5 5 8 25 32 -7 20
17 Nott. Forest 18 5 3 10 18 28 -10 18
18 West Ham 18 3 4 11 19 36 -17 13
19 Burnley 18 3 3 12 19 34 -15 12
20 Wolves 18 0 2 16 10 39 -29 2
Athugasemdir
banner
banner