Liverpool vill Guehi næsta sumar frekar en að gera janúartilboð - Man Utd dreymir um að fá McTominay aftur - Everton hefur áhuga á leikmönnum Man Utd
   þri 30. desember 2025 20:30
Ívan Guðjón Baldursson
Hamrarnir nálgast Strand Larsen
Mynd: Wolves
The Guardian er meðal fjölmiðla sem greinir frá því að West Ham United sé nálægt því að ganga frá kaupum á norska framherjanum Jörgen Strand Larsen fyrir um 40 milljónir punda.

Strand Larsen er 25 ára gamall og hefur verið lykilmaður í liði Úlfanna frá komu sinni til félagsins fyrir einu og hálfu ári síðan. Hann skoraði 14 mörk í 35 deildarleikjum á síðustu leiktíð en markaskorunin hefur dalað á yfirstandandi tímabili, þar sem hann er aðeins kominn með 1 mark í 16 deildarleikjum.

Graham Potter vill ólmur styrkja sóknarlínu West Ham og lítur á Strand Larsen sem fullkominn leikmann til að bæta liðið sitt. Hamrarnir eru í fallsæti en hafa verið að bæta frammistöðu sína til muna í undanförnum leikjum.

Jarrod Bowen og Callum Wilson hafa verið að leiða sóknarlínu West Ham þar sem Niclas Füllkrug stóðst ekki væntingar og er á förum í janúarglugganum.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 19 13 4 2 33 11 +22 43
2 Man City 18 13 1 4 43 17 +26 40
3 Aston Villa 19 12 4 3 29 19 +10 40
4 Liverpool 18 10 2 6 30 26 +4 32
5 Chelsea 19 8 6 5 32 21 +11 30
6 Man Utd 19 8 6 5 33 29 +4 30
7 Sunderland 18 7 7 4 20 18 +2 28
8 Everton 19 8 4 7 20 20 0 28
9 Brentford 18 8 2 8 28 26 +2 26
10 Crystal Palace 18 7 5 6 21 20 +1 26
11 Newcastle 19 7 5 7 25 24 +1 26
12 Fulham 18 8 2 8 25 26 -1 26
13 Tottenham 18 7 4 7 27 23 +4 25
14 Brighton 19 6 7 6 28 27 +1 25
15 Bournemouth 19 5 8 6 29 35 -6 23
16 Leeds 18 5 5 8 25 32 -7 20
17 Nott. Forest 19 5 3 11 18 30 -12 18
18 West Ham 19 3 5 11 21 38 -17 14
19 Burnley 19 3 3 13 20 36 -16 12
20 Wolves 19 0 3 16 11 40 -29 3
Athugasemdir
banner
banner
banner