Liverpool vill Guehi næsta sumar frekar en að gera janúartilboð - Man Utd dreymir um að fá McTominay aftur - Everton hefur áhuga á leikmönnum Man Utd
banner
   þri 30. desember 2025 22:22
Ívan Guðjón Baldursson
Kjartan Már byrjaði gegn Hibernian
Kjartan Már er 19 ára gamall og leikur fyrir íslenska U21 landsliðið.
Kjartan Már er 19 ára gamall og leikur fyrir íslenska U21 landsliðið.
Mynd: Aberdeen
Hibernian 2 - 0 Aberdeen
1-0 Thibault Klidje ('60)
2-0 Junior Hoilett ('91)

Kjartan Már Kjartansson var í byrjunarliði Aberdeen og lék fyrstu 55 mínúturnar í tapi gegn Hibernian í efstu deild skoska boltans í kvöld.

Staðan var markalaus þegar Kjartani var skipt af velli en Hibernian skoraði svo tvö mörk til að sigra 2-0. Aberdeen var sterkara liðið í bragðdaufum fyrri hálfleik en heimamenn tóku öll völd eftir leikhlé.

Thibault Klidje skoraði fyrsta mark leiksins og kom Junior Hoilett, fyrrum leikmaður Blackburn og QPR, inn af bekknum til að innsigla sigurinn í uppbótartíma.

Aberdeen er um miðja deild með 25 stig eftir 19 umferðir. Liðið er aðeins búið að næla sér í eitt stig úr síðustu þremur leikjum.
Athugasemdir
banner
banner
banner