Heimild: Morgunblaðið
Leiknir og fótboltadeild ÍR eru að ræða möguleika á sameiningu en þær viðræður eru á frumstigi. Hugmyndin er að nýtt fótboltafélag myndi bera nafnið Breiðholt og taka þátt í öllum flokkum í karla- og kvennaflokki.
„Þetta er í fimmta sinn á þessari öld sem sameining er rædd milli félaganna og mér finnst að stemningin sé betri fyrir sameiningu en áður," segir Sölvi Haraldsson, varaformaður fótboltadeildar, ÍR í samtali við Morgunblaðið en þar er fjallað um viðræðurnar.
„Þetta er í fimmta sinn á þessari öld sem sameining er rædd milli félaganna og mér finnst að stemningin sé betri fyrir sameiningu en áður," segir Sölvi Haraldsson, varaformaður fótboltadeildar, ÍR í samtali við Morgunblaðið en þar er fjallað um viðræðurnar.
„Þetta snýst um miklu meira en bara fótbolta. Þetta snýst fyrst og fremst um að íþróttaiðkun barna í hverfinu er langt undir því sem hún á að vera, sérstaklega í samanburði við önnur hverfi á höfuðborgarsvæðinu," segir Eyjólfur Tómasson, sem er í stjórn Leiknis, við Morgunblaðið.
Talað er um að formlegar viðræður hefjist í byrjun næsta árs og er stefnt að því að nýta árið 2026 til viðræðna. Ef allt gengur upp mun Breiðholt senda lið til keppni árið 2027.
Meistaraflokkar karla hjá Leikni og ÍR leika báðir í Lengjudeildinni. Leiknir hefur ekki sent kvennalið til keppni í meistaraflokki síðan árið 2019, en kvennalið ÍR leikur í 2. deild.
Athugasemdir

