Kazuyoshi Miura, sem verður 59 ára gamall í febrúar, hefur skipt um félag og er kominn í japanska C-deildarliðið Fukushima United á lánssamningi.
Hann er elsti atvinnumaður í fótbolta í heiminum.
Miura hóf atvinnumannaferil sinn með Santos í Brasilíu 1986 og lék 89 landsleiki fyrir Japan 1990-2000.
Hann lék á síðasta tímabili á láni hjá D-deildarliðinu Atletico Suzuka en spilaði aðeins 69 mínútur, án þess að ná að skora mark.
Hann er elsti atvinnumaður í fótbolta í heiminum.
Miura hóf atvinnumannaferil sinn með Santos í Brasilíu 1986 og lék 89 landsleiki fyrir Japan 1990-2000.
Hann lék á síðasta tímabili á láni hjá D-deildarliðinu Atletico Suzuka en spilaði aðeins 69 mínútur, án þess að ná að skora mark.
„Ástríða mín fyrir fótbolta hefur ekkert breyst með aldrinum. Ég er mjög þakklátur fyrir að fá þetta tækifæri og lofa því að gera mitt allra besta. Skrifum söguna saman!" segir Miura sem býr sig undir sitt 41. tímabil sem atvinnumaður.
Hann er kallaður 'Kóngurinn Kazu' í Japan en þetta er í fjórða sinn sem hann fer á láni frá B-deildarliðinu Yokohama FC síðan 2022.
Hann hefur á ferlinum einnig leikið á Ítalía, Króatíu og Ástralíu. Hann hefur verið hjá Yokohama FC síðan 2005 en hefur ekki spilað mínútu fyrir liðið síðan 2020.
Miura hefur rætt um að spila þar til hann verður 60 ára. Hans nýja lið, Fukushima, endaði í tíunda sæti í 20 liða C-deildinni á síðasta tímabili.
Athugasemdir


