Benín fer áfram þrátt fyrir tap
Seinni leikjum dagsins er lokið í Afríkukeppninni þar sem Senegal og Austur-Kongó unnu sínar viðureignir.
Senegal komst í tveggja marka forystu í nokkuð lokuðum leik gegn Benín en svo fékk Kalidou Koulibaly beint rautt spjald á 71. mínútu. Sadio Mané lagði seinna mark Senegal upp fyrir Habib Diallo.
Tíu leikmenn Senegal gerðu vel að halda markinu hreinu einum færri og gulltryggja sigurinn seint í uppbótartíma, svo lokatölur urðu 0-3.
Senegal endar á toppi D-riðils á markatölu með 7 stig. Austur-Kongó endar í öðru sæti þrátt fyrir þriggja marka sigur þar sem Gaël Kakuta var aðalmaðurinn.
Kakuta, sem á leiki að baki fyrir Chelsea, Fulham og Bolton í ensku úrvalsdeildinni, skoraði tvö og lagði eitt upp í þægilegum sigri gegn Botsvana.
Benín endar í þriðja sæti og fer áfram í næstu umferð sem ein af þjóðunum með besta árangur þeirra sem enduðu í 3. sæti sinna riðla.
Benin 0 - 3 Senegal
0-1 Abdoulaye Seck ('38 )
0-2 Habib Diallo ('62 )
0-3 Cherif Ndiaye ('97, víti)
Rautt spjald: Kalidou Koulibaly, Senegal ('71)
Botswana 0 - 3 DR Congo
0-1 Nathanael Mbuku ('31 )
0-2 Gael Kakuta ('41 , víti)
0-3 Gael Kakuta ('60 )
Athugasemdir



