Liverpool vill Guehi næsta sumar frekar en að gera janúartilboð - Man Utd dreymir um að fá McTominay aftur - Everton hefur áhuga á leikmönnum Man Utd
   þri 30. desember 2025 17:00
Elvar Geir Magnússon
Kavanagh upp í elítuhóp dómara
Mynd: EPA
Chris Kavanagh er kominn upp í elítuhóp UEFA dómara, bestu dómara Evrópu, og eiga Englendingar því nú þrjá í þeim flokki. Hinir eru Michael Oliver og Anthony Taylor.

Reiknað er með því að Taylor, sem er 47 ára, hverfi þó bráðlega af þeim lista en hann hefur ýjað að því að hann hugsi um að leggja flautuna á hilluna.

Elítudómarar dæma á stórmótum landsliða og í Meistaradeildinni.

Þýskaland á flesta fulltrúa í elítuhópnum eða fjóra talsins. Auk Englands eru Frakkland, Ítalía og Spánn með þrjá dómara.
Athugasemdir
banner
banner
banner