Jesus gæti farið heim til Brasilíu - Marseille vill fá Nwaneri lánaðan - Mikið ber á milli Konate og Liverpool
   þri 30. desember 2025 12:39
Kári Snorrason
Látinn fara frá Liverpool vegna dapurs árangurs í föstum leikatriðum
Aaron Briggs hafði verið í teymi Liverpool í rúmt ár.
Aaron Briggs hafði verið í teymi Liverpool í rúmt ár.
Mynd: Liverpool Echo
Aaron Briggs hefur verið látinn fara úr þjálfarateymi Liverpool, en hann hefur séð um föst leikatriði liðsins. Liverpool hefur fengið flest mörk á sig úr föstum leikatriðum í fimm stærstu deildum Evrópu ef vítaspyrnur eru utanskyldar.

Liverpool, Bournemouth og Nottingham Forest deila þessum titli en liðin hafa fengið tólf mörk á sig úr föstum leikatriðum á tímabilinu.

Þá hefur árangurinn sóknarlega verið af skornum skammti en liðið skorar að meðaltali aðeins 2.4 mörk úr hverjum hundrað hornspyrnum. Næst slakasti árangur í ensku úrvalsdeildinni á eftir Brentford.

Sky Sports greinir frá því að ákvörðunin hafi verið gerð af sameiginlegum vilja og að félagið áttaði sig á að þarna væri rými fyrir bætingar.

Briggs gekk til liðs við teymi Liverpool á síðasta ári og var hluti af teyminu sem vann Englandsmeistaratitilinn í fyrra.


Athugasemdir
banner