Liverpool vill Guehi næsta sumar frekar en að gera janúartilboð - Man Utd dreymir um að fá McTominay aftur - Everton hefur áhuga á leikmönnum Man Utd
banner
   þri 30. desember 2025 10:35
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðtal
„Verið okkar besti leikmaður á undirbúningstímabilinu"
'Það eru allir möguleikar opnir fyrir hann'
'Það eru allir möguleikar opnir fyrir hann'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Það er nokkuð ljóst að hann vekur áhuga með svona frammistöðu'
'Það er nokkuð ljóst að hann vekur áhuga með svona frammistöðu'
Mynd: Víkingur R.
'Gaman að sjá hann taka þetta stóra skref sem hann hefur tekið núna'
'Gaman að sjá hann taka þetta stóra skref sem hann hefur tekið núna'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þorri Ingólfsson hefur farið vel af stað á undirbúningstímabilinu. Þorri er sóknarmaður sem fæddur er árið 2009 og skoraði bæði í Bose-bikarnum og Reykjavíkurmótinu fyrr í þessum mánuði.

Hann skoraði fernu gegn ÍA í Bose og skoraði svo gegn Leikni í Reykjavíkurmótinu. Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkings, segir Þorra besta leikmann undirbúningstímabilsins hjá liðinu til þessa.

Þorri á að baki ellefu leiki fyrir yngri landsliðin og hefur skorað í þeim eitt mark. Hann er í æfingahópi U17 sem kemur saman eftir rúma viku.

„Þorri er búinn að vera lengi vel einn af okkar efnilegustu leikmönnum. Hann býr yfir miklum gæðum, er mjög kvikur og taktískt sterkur. Hann hefur verið í 2. flokknum undir stjórn þeirra Markúsar og Arons Baldvins, þar er spilað eftir sömu hugmyndafræði og í meistaraflokknum og því auðveldara að koma inn á æfingar hjá okkur og inn í kerfið. Hann veit nákvæmlega hvernig við viljum spila og er að taka risastórt stökk eins og við búumst alltaf við frá ungum leikmönnum; þeir taki þessi stökk á milli ára og tímabila. Hann hefur svo sannarlega litið vel út, verið okkar besti leikmaður á undirbúningstímabilinu. Hann er virkilega spennandi leikmaður og gaman að sjá hann taka þetta stóra skref sem hann hefur tekið núna," segir Sölvi.

Að þér vitandi, er einhver áhugi á honum erlendis frá?

„Nei, ekki að mér vitandi, en ég býst fastlega við því að hann sé á radarnum hjá einhverjum. Það er nokkuð ljóst að hann vekur áhuga með svona frammistöðu, þótt þetta sé Bose-bikarinn. Það er mikilvægt að hann haldi áfram og ég veit að þetta mun ekki trufla hann. Ég er búinn að sjá hann frá því ég kom heim úr atvinnumennsku úti í öllum veðrum og skilyrðum úti á vellinum að æfa sig auka. Þetta er strákur sem vill ná langt, duglegur að sinna sjálfum sér og er með hausinn á réttum stað. Það eru allir möguleikar opnir fyrir hann," segir þjálfarinn.

Þorri kom við sögu í einum leik í Mjólkurbikarnum og tveimur í Bestu deildinni á liðnu tímabili. Það voru hans fyrstu keppnisleikir í meistaraflokki. Auk þess spilaði hann með 2. og 3. flokki Víkings.
Athugasemdir
banner