Danska félagið Hilleröd tilkynnti í dag um breytingar á þjálfarateymi félagsins. Runólfur Trausti Þórhallsson var kynntur sem nýr markvarðaþjálfari aðalliðsins.
Við sama tilefni kynnti félagið að auki nýjan leikgreinanda og nýjan styrktarþjálfara.
Runólfur hefur undanfarin ár starfað við markvarðaþjálfun hjá yngri liðum FC Kaupmannahafnar.
Við sama tilefni kynnti félagið að auki nýjan leikgreinanda og nýjan styrktarþjálfara.
Runólfur hefur undanfarin ár starfað við markvarðaþjálfun hjá yngri liðum FC Kaupmannahafnar.
Hilleröd er sem stendur á toppi dönsku B-deildarinnar, með jafnmörg stig og Lyngby.
Auk þess að hafa starfað við markvarðaþjálfun hefur Runólfur verið íþróttafréttamaður á Vísi.

Athugasemdir



