Chelsea tilbúið að selja Enzo - Man Utd vill Gomes - Anderson og Wharton líka á óskalista United
   þri 30. desember 2025 08:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Wolves vill fá Sigur
Mynd: EPA
Wolves hefur áhuga á Niko Sigur, varnarsinnuðum miðjumanni Hajduk Split í Króatíu.

Fabrizio Romano segir að Wolves sé eitt af nokkrum liðum í bestu deildum Evrópu sem hafa áhuga á að fá hann til liðs við sig í janúar.

Sigur er 22 ára gamall en hann hefur leikið með Hajduk Split frá 2023 en leikirnir eru orðnir 100 talsins.

Hann er fæddur í Kanada en spilaði sex landsleiki fyrir U21 landslið Króatíu áður en hann valdi að spila fyrir A-landslið Kanada. Hann hefur spilað 15 landsleiki og skorað tvö mörk fyrir Kanada.


Athugasemdir
banner