Liverpool vill Guehi næsta sumar frekar en að gera janúartilboð - Man Utd dreymir um að fá McTominay aftur - Everton hefur áhuga á leikmönnum Man Utd
banner
   þri 30. desember 2025 23:36
Ívan Guðjón Baldursson
Emery tók ekki í höndina á Arteta
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Unai Emery þjálfari Aston Villa var svekktur eftir 4-1 tap gegn Arsenal í titilbaráttu enska boltans í kvöld. Emery var fljótur að æða í búningsklefann eftir lokaflautið og tók ekki í höndina á samlanda sínum Mikel Arteta, þjálfara Arsenal.

Staðan var markalaus eftir fyrri hálfleik en heimamenn í liði Arsenal nýttu færin sín til að rúlla yfir Aston Villa í síðari hálfleiknum. Miðjan hjá Villa hrundi eftir að Amadou Onana fór meiddur af velli í leikhlé. John McGinn kom inn í hans stað en hann er allt önnur tegund af leikmanni.

„Við vorum stórkostlegir í fyrri hálfleik, við spiluðum hann betur heldur en í sigrinum gegn Chelsea um helgina. Vandamálið er að við misstum dampinn í seinni hálfleik, við eigum erfitt með að spila vel í 90 mínútur. Okkur leið vel eftir fyrri hálfleikinn en það var skellur að missa Amadou (Onana) af velli, það breytti öllu," sagði Emery. „Við þurfum einn af þessum þremur (Boubacar Kamara, Ross Barkley, Amadou Onana) á miðjuna hjá okkur til að gefa orku og styrkleika, en þeir eru allir fjarverandi. Miðjan gjörsamlega hrundi eftir að Amadou fór útaf.

„Ég er ánægður með hugarfarið, strákarnir gáfust aldrei upp og voru ennþá að skapa sér færi þó við værum fjórum mörkum undir. Við lærum af þessu tapi. Þetta er dýrmætt fyrir reynslubankann hjá strákunum, sérstaklega þessum yngstu sem fengu að spreyta sig undir lokin."


Emery var að lokum spurður hvers vegna hann rauk af velli án þess að kveðja Arteta eftir lokaflautið.

„Ég beið aðeins eftir honum en hann var upptekinn með þjálfarateyminu sínu. Rútínan mín er að fara beint til þjálfara andstæðinganna til að takast í hendur og svo fer ég beint í búningsklefann. Ef hann (þjálfari andstæðinganna) fylgir ekki sömu reglu þá get ég ekki verið að bíða eftir honum. Ég veit ekki hvað gerðist.

„Þetta er ekki vandamál fyrir mig en ég bara gat ekki beðið eftir honum. Það er kalt úti. Ég er ánægður þrátt fyrir þetta tap og vil óska Arsenal til hamingju."


Emery nefndi einnig að fyrir nokkrum árum hefði opnunarmark Arsenal ekki verið gilt vegna brots á markverði og ræddi þar að auki um magnaða sigurgöngu Aston Villa sem lauk með þessu tapi. Villa hafði unnið 11 leiki í röð í öllum keppnum áður en liðið heimsótti Emirates.

Arteta looking for Emery at FT, who was already down the tunnel
byu/tantalizer1337 insoccer

Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 19 14 3 2 37 12 +25 45
2 Man City 18 13 1 4 43 17 +26 40
3 Aston Villa 19 12 3 4 30 23 +7 39
4 Liverpool 18 10 2 6 30 26 +4 32
5 Chelsea 19 8 6 5 32 21 +11 30
6 Man Utd 19 8 6 5 33 29 +4 30
7 Sunderland 18 7 7 4 20 18 +2 28
8 Everton 19 8 4 7 20 20 0 28
9 Brentford 18 8 2 8 28 26 +2 26
10 Newcastle 19 7 5 7 26 24 +2 26
11 Crystal Palace 18 7 5 6 21 20 +1 26
12 Fulham 18 8 2 8 25 26 -1 26
13 Tottenham 18 7 4 7 27 23 +4 25
14 Brighton 19 6 7 6 28 27 +1 25
15 Bournemouth 19 5 8 6 29 35 -6 23
16 Leeds 18 5 5 8 25 32 -7 20
17 Nott. Forest 19 5 3 11 18 30 -12 18
18 West Ham 19 3 5 11 21 38 -17 14
19 Burnley 19 3 3 13 20 37 -17 12
20 Wolves 19 0 3 16 11 40 -29 3
Athugasemdir
banner
banner
banner