Liverpool vill Guehi næsta sumar frekar en að gera janúartilboð - Man Utd dreymir um að fá McTominay aftur - Everton hefur áhuga á leikmönnum Man Utd
   þri 30. desember 2025 13:50
Kári Snorrason
Tottenham samþykkir 35 milljóna punda tilboð Palace
Brennan Johnson á eftir að gera upp hug sinn.
Brennan Johnson á eftir að gera upp hug sinn.
Mynd: EPA
Tottenham hefur samþykkt 35 milljóna punda tilboð Crystal Palace í kantmanninn Brennan Johnson. Boltinn er nú hjá leikmanninum sem á eftir að samþykkja skiptin.

Samkvæmt BBC mun velski landsliðsmaðurinn ákveða sig innan 48 klukkustunda en Bournemouth hefur jafnframt sýnt honum áhuga sem arftaka Antoine Semenyo, skyldi hann fara í janúar.

Johnson var markahæsti leikmaður Tottenham í ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili með ellefu mörk en hefur aðeins byrjað sex deildarleiki undir stjórn Thomas Frank á þessu tímabili.

Johnson, sem er 24 ára, kom til Tottenham frá Nottingham Forest fyrir 47,5 milljónir punda sumarið 2023 og hefur skorað 27 mörk fyrir félagið.
Athugasemdir
banner