Jesus gæti farið heim til Brasilíu - Marseille vill fá Nwaneri lánaðan - Mikið ber á milli Konate og Liverpool
   mið 31. desember 2025 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Wolves með hærra xG á Old Trafford: Erum óheppnir
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Rob Edwards þjálfari botnliðs Wolves svaraði spurningum eftir 1-1 jafntefli gegn Manchester United á Old Trafford í gærkvöldi.

Úlfarnir eru að eiga sögulega slæmt tímabil og náðu í sitt þriðja stig eftir nítján umferðir á deildartímabilinu.

„Við áttum ekki skilið neitt minna heldur en jafntefli. Þetta var flott frammistaða og við áttum meira skilið heldur en bara eitt stig. Við höfum verið að spila flotta leiki, sérstaklega á útivelli, en ekki búnir að ná í stigin sem við eigum skilið," sagði Edwards, en Úlfarnir voru með meira xG (expected goals) heldur en Man Utd.

Það þýðir að færi gestanna voru yfir heildina betri og líklegri til að skila marki heldur en færi heimamanna. Man Utd endaði með 0,84 í xG á meðan Úlfarnir voru með 1,16.

„Við vildum vinna þennan leik en við getum allavega tekið trú og sjálfstraust heim með okkur eftir þessa frammistöðu. Við verðum að byrja að skila jafn góðum frammistöðum þegar við erum á heimavelli. Við eigum bara 3 stig eftir hálft tímabilið en höfum samt verið að sýna karakter, við erum að veita andstæðingum okkar samkeppni allt þar til í lok leikja.

„Við vorum óheppnir í útileikjunum gegn Arsenal og Liverpool og núna gátum við skorað meira gegn Man Utd. Það er mest svekkjandi við þetta hvað við erum óheppnir og nálægt því að ná í úrslit. Við þurfum á sigrum að halda til að byggja upp sjálfstraustið og koma okkur á skrið. Við verðum að halda áfram að leggja hart að okkur á æfingum, við getum séð framfarirnar á milli leikja."

Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 22 15 5 2 40 14 +26 50
2 Man City 22 13 4 5 45 21 +24 43
3 Aston Villa 22 13 4 5 33 25 +8 43
4 Liverpool 22 10 6 6 33 29 +4 36
5 Man Utd 22 9 8 5 38 32 +6 35
6 Chelsea 22 9 7 6 36 24 +12 34
7 Brentford 22 10 3 9 35 30 +5 33
8 Newcastle 22 9 6 7 32 27 +5 33
9 Sunderland 22 8 9 5 23 23 0 33
10 Everton 22 9 5 8 24 25 -1 32
11 Fulham 22 9 4 9 30 31 -1 31
12 Brighton 22 7 9 6 32 29 +3 30
13 Crystal Palace 22 7 7 8 23 25 -2 28
14 Tottenham 22 7 6 9 31 29 +2 27
15 Bournemouth 22 6 9 7 35 41 -6 27
16 Leeds 22 6 7 9 30 37 -7 25
17 Nott. Forest 22 6 4 12 21 34 -13 22
18 West Ham 22 4 5 13 24 44 -20 17
19 Burnley 22 3 5 14 23 42 -19 14
20 Wolves 22 1 5 16 15 41 -26 8
Athugasemdir
banner