Chelsea tilbúið að selja Enzo - Man Utd vill Gomes - Anderson og Wharton líka á óskalista United
   þri 30. desember 2025 23:18
Ívan Guðjón Baldursson
Amorim: Vantaði gæðin
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Ruben Amorim þjálfari Manchester United var alls ekki sáttur eftir jafntefli á heimavelli gegn Wolves, botnliði ensku úrvalsdeildarinnar, fyrr í kvöld.

Man Utd tók forystuna í fyrri hálfleik en Úlfarnir jöfnuðu eftir hornspyrnu og urðu lokatölur 1-1 eftir afar bragðdaufa viðureign. Wolves er með 3 stig eftir 19 umferðir af deildartímabilinu á meðan United er með 30 stig.

„Þetta var skrýtinn leikur, við vorum langt frá okkar besta. Við vissum að þetta yrði öðruvísi heldur en gegn Newcastle, við vissum að við værum að mæta liði sem einbeitir sér að því að verjast lágt. Við þurftum meira hugmyndarflug, meiri sköpunargleði, en okkur vantaði gæðin. Núna þurfum við að einbeita okkur að því að safna kröftum fyrir næsta leik," sagði Amorim.

Margir leikmenn Man Utd eru fjarverandi vegna meiðsla en Amorim neitaði að nota það sem afsökun. Hann viðurkenndi þó að liðið hafi saknað Amad Diallo og Bryan Mbeumo sem eru báðir að keppa í Afríkukeppninni þessa dagana.

„Við reyndum að búa til góðar stöður sóknarlega en lentum í miklum erfiðleikum. Við fengum mark á okkur eftir fast leikatriði og þetta var allt mjög erfitt. Þeir mættu til leiks með mikið af miðjumönnum og það virkaði, við erum ekki með leikmennina til taks sem gefa okkur mestu breiddina svo við enduðum á að spila alltof mikið á miðsvæðinu. Við töpuðum tveimur stigum í dag alveg eins og við töpuðum þremur stigum gegn Everton og tveimur stigum gegn West Ham, en svona er fótboltinn. Við vorum ekki nægilega góðir í kvöld."

Bruno Fernandes, Kobbie Mainoo, Mason Mount og Noussair Mazraoui voru frá vegna meiðsla ásamt fleiri leikmönnum. Man Utd er í Evrópubaráttu með 30 stig eftir 19 umferðir.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 22 15 5 2 40 14 +26 50
2 Man City 22 13 4 5 45 21 +24 43
3 Aston Villa 22 13 4 5 33 25 +8 43
4 Liverpool 22 10 6 6 33 29 +4 36
5 Man Utd 22 9 8 5 38 32 +6 35
6 Chelsea 22 9 7 6 36 24 +12 34
7 Brentford 22 10 3 9 35 30 +5 33
8 Newcastle 22 9 6 7 32 27 +5 33
9 Sunderland 22 8 9 5 23 23 0 33
10 Everton 22 9 5 8 24 25 -1 32
11 Fulham 22 9 4 9 30 31 -1 31
12 Brighton 22 7 9 6 32 29 +3 30
13 Crystal Palace 22 7 7 8 23 25 -2 28
14 Tottenham 22 7 6 9 31 29 +2 27
15 Bournemouth 22 6 9 7 35 41 -6 27
16 Leeds 22 6 7 9 30 37 -7 25
17 Nott. Forest 22 6 4 12 21 34 -13 22
18 West Ham 22 4 5 13 24 44 -20 17
19 Burnley 22 3 5 14 23 42 -19 14
20 Wolves 22 1 5 16 15 41 -26 8
Athugasemdir
banner