Liverpool vill Guehi næsta sumar frekar en að gera janúartilboð - Man Utd dreymir um að fá McTominay aftur - Everton hefur áhuga á leikmönnum Man Utd
banner
   þri 30. desember 2025 17:30
Elvar Geir Magnússon
Á óskalista Everton en vill helst vera áfram á Ítalíu
Mynd: EPA
Sky Sport Italia segir að Everton hafi mikinn áhuga á að fá úkraínska sóknarmanninn Artem Dovbyk frá Roma.

Leikmaðurinn sjálfur vilji þó helst vera áfram í ítölsku A-deildinni ef hann þarf að færa sig um set í janúarglugganum.

Everton hefur haft áhuga á Dovbyk í nokkurn tíma og í síðustu viku var greint frá því að félagið væri tilbúið að ræða skipti á honum og Beto, fyrrum leikmanni Udinese.

Dovbyk er 28 ára gamall og er fyrrum markakóngur í spænsku deildinni þar sem hann raðaði inn mörkum fyrir Girona.

Hann er með tvö mörk í fjórtán leikjum á þessu tímabili.

AC Milan og Como hafa sýnt honum áhuga.
Athugasemdir
banner