Fréttamaðurinn áreiðanlegi Fabrizio Romano tekur undir með spænskum fjölmiðlum sem segja litlar sem engar líkur á því að Franco Mastantuono eða Gonzalo García verði lánaðir frá Real Madrid í janúarglugganum.
Mastantuono er 18 ára gamall og hefur komið við sögu í 14 leikjum á tímabilinu, hann er þremur árum yngri heldur en García sem er búinn að spila í 17 leikjum.
Unglingarnir eru aðeins búnir að koma að þremur mörkum í heildina og því voru uppi orðrómar um að þeir yrðu lánaðir út. Ítalíumeistarar Napoli var sagt vera meðal áhugasamra félaga.
Xabi Alonso hefur miklar mætur á Mastantuono og García og telur að þeir geti reynst mikilvægir á seinni hluta tímabils þrátt fyrir ungan aldur og reynsluleysi.
Athugasemdir


