Liverpool vill Guehi næsta sumar frekar en að gera janúartilboð - Man Utd dreymir um að fá McTominay aftur - Everton hefur áhuga á leikmönnum Man Utd
   þri 30. desember 2025 11:21
Elvar Geir Magnússon
Orri Steinn klár í að koma við sögu í fyrsta leik nýja þjálfarans
Mynd: EPA
Fyrir jólin var Pellegrino Matarazzo ráðinn nýr stjóri spænska liðsins Real Sociedad en Orri Steinn Óskarsson, landsliðsfyrirliði Íslands, er meðal leikmanna liðsins.

Matarazzo stýrir sínum fyrsta leik á sunnudagskvöld, þegar Sociedad fær Atletico Madrid í heimsókn.

Fyrr í þessum mánuði mætti Orri aftur til æfinga með liðsfélögum sínum eftir rúmlega hundrað daga fjarveru vegna meiðsla. Orri spilaði fyrstu þrjár umferðirnar í La Liga áður en hann meiddist.

Hann var ekki í hópnum í síðasta leik Sociedad, gegn Levante, en AS segir að hann sé klár í að koma við sögu á sunnudaginn.

Pellegrino Matarazzo fæddist í New Jersey í Bandaríkjunum og er fyrrum stjóri Stuttgart og Hoffenheim í Þýskalandi.

Real Sociedad er í sextánda sæti í La Liga, aðeins tveimur stigum fyrir ofan fallsæti.
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Barcelona 18 15 1 2 51 20 +31 46
2 Real Madrid 18 13 3 2 36 16 +20 42
3 Atletico Madrid 18 11 4 3 33 16 +17 37
4 Villarreal 16 11 2 3 31 15 +16 35
5 Espanyol 17 10 3 4 22 17 +5 33
6 Betis 17 7 7 3 29 19 +10 28
7 Celta 17 5 8 4 20 19 +1 23
8 Athletic 18 7 2 9 16 24 -8 23
9 Elche 17 5 7 5 23 20 +3 22
10 Sevilla 17 6 2 9 24 26 -2 20
11 Getafe 17 6 2 9 13 22 -9 20
12 Osasuna 17 5 3 9 17 20 -3 18
13 Mallorca 17 4 6 7 19 24 -5 18
14 Alaves 17 5 3 9 14 20 -6 18
15 Vallecano 17 4 6 7 13 20 -7 18
16 Real Sociedad 17 4 5 8 21 25 -4 17
17 Valencia 17 3 7 7 16 26 -10 16
18 Girona 17 3 6 8 15 33 -18 15
19 Oviedo 17 2 5 10 7 26 -19 11
20 Levante 16 2 4 10 17 29 -12 10
Athugasemdir