Liverpool vill Guehi næsta sumar frekar en að gera janúartilboð - Man Utd dreymir um að fá McTominay aftur - Everton hefur áhuga á leikmönnum Man Utd
banner
   þri 30. desember 2025 19:25
Ívan Guðjón Baldursson
Man Utd snýr sér að Yan Diomande
Mynd: EPA
Manchester United fylgist náið með framgangi kantmannsins efnilega Yan Diomande, sem er samningsbundinn RB Leipzig og staddur í Marokkó þessa stundina að keppa með Fílabeinsströndinni í Afríkukeppninni.

Man Utd er eitt af mörgum félögum sem hefur áhuga á Diomande og gæti tekið á skarið eftir að hafa misst af Antoine Semenyo, sem virðist vera á leið til nágrannanna í Manchester City.

Sky Sports greinir frá þessum áhuga Rauðu djöflanna en Diomande er aðeins 19 ára gamall og hefur komið með beinum hætti að 11 mörkum í 16 leikjum á fyrri hluta tímabils.

Leipzig var talið vilja 100 milljónir evra til að selja leikmanninn sinn, sem var keyptur síðasta sumar og er samningsbundinn félaginu í fjögur og hálft ár til viðbótar. Sky segir þá tölu ekki vera rétta, Leipzig myndi sætta sig við 60 til 70 milljónir fyrir leikmanninn.

FC Bayern og PSG eru sögð vera á meðal áhugasamra félaga.
Athugasemdir
banner