Liverpool vill Guehi næsta sumar frekar en að gera janúartilboð - Man Utd dreymir um að fá McTominay aftur - Everton hefur áhuga á leikmönnum Man Utd
   þri 30. desember 2025 09:25
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Chicago Fire í viðræðum um Lewandowski
Mynd: EPA
Það er mikill áhugi á Robert Lewandowski, framherja Barcelona, en samningur hans við spænska félagið rennur út næsta sumar.

Þýski miðillinn Bild greinir frá því að bandaríska félagið MLS hafi sett sig í samband við Pini Zahavi, umboðsmann Lewandowski.

Pólski landsliðsmaðurinn er einnig undir smásjá tyrkneska félagsins Fenerbahce og félaga í Sádi-Arabíu.

Lewandowski er orðinn 37 ára gamall en hann hefur skorað átta mörk í 18 leikjum með Barcelona á tímabilinu. Hann hefur alls skorað 109 mörk í 165 leikjum fyrir liðið.
Athugasemdir
banner
banner