Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 04. apríl 2021 21:20
Aksentije Milisic
Willock: Er leikmaður Arsenal svo þetta var aðeins sætara
Mynd: Getty Images
Newcastle United og Tottenham Hotspur mættust í dag í ensku úrvalsdeildinni og úr varð áhugaverður leikur.

Joelinton kom Newcastle verðskuldað í forystu en Tottenham svaraði með tveimur mörkum. Það kom engum á óvart að Harry Kane hafi gert bæði mörk liðsins.

Það var síðan á 85. mínútu sem heimamenn jöfnuðu metin og náðu í dýrmætt stig. Joe Willock, lánsmaður frá Arsenal, kom inn á hjá Newcastle þegar ellefu mínútu voru til leiksloka.

Honum tókst að jafna leikinn undir lokinn og þessi ungi Englendingur var að vonum sáttur í leikslok með að hafa skorað gegn erkifjendum sínum.

„Ég er leikmaður Arsenal svo þetta var aðeins sætara. Ég er ánægður með að hafa komið inn á og haft áhrif á leikinn eins og stjórinn sagði mér að gera," sagði Willock eftir leik.

Stigið var mikilvægt fyrir Newcastle en liðið er nú með þremur stigum meira en Fulham, sem situr í fallsæti. Fulham tapaði gegn Aston Villa í dag með þremur mörkum gegn einu.
Athugasemdir
banner
banner