Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
Davíð Smári: Menn labba ekki nægilega gíraðir inn í seinni hálfleikinn
Heimir: FH liðið er besta liðið í deildinni í að koma til baka
Andri Rúnar: Eftir jöfnunarmarkið vöknum við ekki aftur til lífsins
Sigurvin: Kredit á strákana að finna þetta afl
Chris Brazell: Við voru mikið með boltann en gerðum ekkert með hann
Siggi Höskulds svekktur: Fókusleysi á mikilvægum augnablikum
Magnús Már: Maður hefur séð ýmislegt í boltanum en ég hef sjaldan séð þetta áður
Gunnar Heiðar: Búnir að æfa í sex mánuði fyrir þennan leik
Vigfús Arnar: Var eins og spennustigið væri eitthvað skrítið hjá okkur
Aron Snær: Ætluðum að keyra á þetta og það verður held ég bara okkar mottó
Haraldur Freyr: Mótið tapast ekki eða vinnst í fyrstu umferð
Aníta Dögg bjargaði málunum: Ég lenti klukkan sex í morgun
Árni Freyr hæstánægður eftir sigur ÍR - „Vona að þeir bæti í"
Staða sem á ekki að koma upp - „Átti að spila þangað til klukkan 23:30 í gærkvöldi"
„Við vitum í hverju við erum góðar“
Búin að skora í öllum leikjunum til þessa - „Mín upprunalega staða"
Hugur allra hjá Andreu Marý - „Óþægilegt í alla staði"
„Það var ráðist á hana inn í okkar vítateig“
Skyndiákvörðun að taka skóna af hillunni - „Hvernig gerðist þetta?“
Þriðja tapið í þriðja leiknum - „Óásættanlegt“
   þri 04. maí 2021 22:03
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Hvar gerist það annars staðar að leikmenn og þjálfarar spái til um einhverja stöðu?"
Okkur var pakkað saman
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
„Mér fannst þetta byrja vel og alveg rúlla, mér fannst fyrstu þrjú mörkin vera blanda af reynsluleysi og óheppni," sagði Kjartan Stefánsson, þjálfari Fylkis, eftir 0-9 stórtap gegn Breiðabliki í kvöld.

Staðan í hálfleik var 3-0.

„Við ætluðum okkur að gera betur (í seinni). Förum út á völl grjótharðar og ætluðum að standa okkur en svo bara var þetta slæmt og það sem við ætlum að taka úr þessum leik er lærdómur, ef við getum það ekki þá er það slæmt."

Lestu um leikinn: Breiðablik 9 -  0 Fylkir

„Við hefðum alveg getað sett rútuna fyrir markið og reynt að spila einhvern annan leik en okkur langaði í þennan leik. Þetta var slæmt."

Mikið hefur verið rætt um brotthvarf leiðtoganna Berglindar og Cecilíu úr Fylkis liðinu frá síðasta tímabili. Vantaði einhvern til að öskra liðið saman?

„Það er kannski klárt þegar staðan var 5-0. Þá held ég að það hafi klárlega þurft einhverjar raddir."

„Það er alltaf verið að tala um þessa spá. Hvar gerist það annars staðar en á Íslandi að leikmenn og þjálfarar spái til um einhverja stöðu? Ég held að það sé bara íslenskt fyrirbrigði. Þetta er kannski munurinn á öðru og þriðja sætinu - ég held ekki,"
sagði Kjartan og brosti.

Er þessi spá eitthvað að trufla ykkur?

„Nei, mér finnst það ekki."

„Við höfum horft á það í Lengjubikar að Valur og Breiðablik hafa pakkað liðum. Okkur var pakkað saman í dag."

Hvað þýðir þetta fyrir Fylkisliðið?

„Þetta þýðir að við þurfum að vinna þetta saman, og standa saman. Við ætlum okkur að vera ofarlega, svipuðum stað og í fyrra," sagði Kjartan.

Viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner