þri 04. maí 2021 13:13
Elvar Geir Magnússon
Mourinho tekur við Roma (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Ítalska félagið Roma hefur tilkynnt að búið sé að ná samkomulagi við Jose Mourinho um að hann taki við liðinu frá og með næsta tímabili.

Óhætt er að segja að þessi tíðindi komi eins og þruma úr heiðskíru lofti en engar sögusagnir höfðu verið í gangi um að Mourinho væri líklegur í starfið. Maurizio Sarri hefur helst verið orðaður við það.

Mourinho var nýlega rekinn frá Tottenham en hann verður ekki lengi atvinnulaus og snýr nú aftur til Ítalíu þar sem hann stýrði Inter til tveggja meistaratitla og til sigurs í Meistaradeildinni 2010.

Mourinho tekur við Roma af Paulo Fonseca sem lætur af störfum eftir tímabilið. Roma er í sjöunda sæti ítölsku A-deildarinnar.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner