Fótbolti.net kynnir liðin sem leika í 2.deild í sumar eitt af öðru eftir því hvar þeim er spáð. Við fengum alla fyrirliða og þjálfara í deildinni til að spá fyrir sumarið. Liðin fengu stig frá 1-12 en ekki var hægt að spá fyrir sínu eigin liði.
Spáin:
1.
2.
3.
4.
5.
6.
7.
8.
9.
10.
11. SR
12. Einherji
13. KM
Spáin:
1.
2.
3.
4.
5.
6.
7.
8.
9.
10.
11. SR
12. Einherji
13. KM
Lokastaða í fyrra: SR tekur þátt í Íslandsmótinu í fyrsta sinn
Þjálfari: Nik Chamberlain sér um þjálfun liðsins en hann er einnig þjálfari Þróttar í Pepsi Max-deildinni. Nik er á sínu sjötta ári í Laugardalnum.
SR er nokkurskonar varalið fyrir Þrótt. Liðið er samsett af ungum leikmönnum sem stefna að því að komast í meistaraflokk Þróttar og eldri leikmönnum sem hafa flestar leikið með Þrótti áður og eru að taka mis rykuga skó af hillunum. Það má búast við að ungu leikmennirnir verði sprækar en það verður að koma í ljós hvernig standið á eldri leikmönnunum er. Breiddin er nokkuð góð og ef allt gengur upp gæti SR stillt upp hörku byrjunarliði.
Lykilmenn: Halla María Hjartardóttir, Þórkatla María Halldórsdóttir, Magdalena Matsdóttir
Gaman að fylgjast með: Tara Sveinsdóttir byrjar vel með SR og hefur skorað fjögur mörk í tveimur bikarleikjum. Þessi lunkni leikmaður á eftir að láta að sér kveða í sóknarlínu SR.
Við heyrðum í Nik þjálfara og spurðum hann út í spánna og sumarið:
Hvað finnst þér um að vera spáð 11. sætinu?
„Ég er í sjokki, ég hélt okkur yrði spáð í efri hlutanum. Ég veit ekki hvað hinir þjálfararnir voru að spá ef ég á að vera hreinskilinn.“
Hver eru markmið SR fyrir sumarið?
„Hugmyndin er að brúa bilið á milli yngri flokka og fullorðinsbolta. Eldri leikmennirnir vilja njóta þess að spila og hafa gaman af og yngri leikmennirnir vilja læra af því að spila með reynslumeiri leikmönnum. Það kemur til með að hjálpa þeim leikmönnum sem koma svo yfir í Þrótt í framtíðinni."
Geturðu lýst SR-liðinu stuttlega?
„Þær eru fljótar og spila flæðandi sóknarbolta og Gegenpressu. Ég tippa á að Gabba Jóns munu tvöfalda markareikning sinn í sumar.“
Hverju má búast við af deildinni?
„Það verða mörg lið sem ætla sér að berjast um að komast upp og mörg hafa þau fjárfest vel til að gera atlögu. Fjölnir mun vinna deildina, það er á hreinu. Svo ertu með Fram, ÍR, Fjarðabyggð/Hött/Leikni og KH sem ætla sér öll að taka hitt sætið.“
Hvað finnst þér um keppnisfyrirkomulagið í 2. deild?
„Það er ekki séns að það sé hægt að spila 24 leiki í 2. deild. Það hefði ekki verið hægt en 12 leikir er of lítið. Að spila eina umferð og skipta deildinni svo upp í úrslitakeppni og venjulegt mót myndi þýða 18 leiki og megnið af þeim gegn liðum af svipuðum styrkleika. Það hefði verið áhugaverð leið. Að er samt frábært að sjá fleiri lið taka þátt og vonandi bætist við í framtíðinni.“
Komnar:
Júlía Dagbjört Styrmsdóttir frá Þrótti
Alexandra Dögg Einarsdöttir frá Þrótti
Gabriela Jónsdóttir frá Þrótti
Halla María Hjartardóttir frá Þrótti
María Rós Arngrímsdóttir frá Þrótti
Sóley Margrét Valdimarsdóttir frá Þrótti
Þórkatla María Halldórsdóttir frá Þrótti
Magdalena Matsdóttir (á láni frá Þrótti)
Þórey Kjartansdóttir frá Þrótti
Tara Sveinsdóttir frá Þrótti
Sierra Lelii frá Haukum
Diljá Ólafsdóttir frá Haukum
Gudrún Þóra Elfar frá Gróttu
Sunna Rut Raganarsdóttir frá Þrótti
Una Margrét Árnadóttir frá Þrótti
Salka Sóley Ólafsdóttir frá Þrótti
Hulda Jónsdóttir frá Þrótti
Audur Ísold Þórisdóttir frá Þrótti
Ísabella Erna Hreiðarsdóttir frá Þrótti
Karólína Ósk Erlingsdóttir frá Þrótti
Diljá Dís Jónsdóttir frá Þrótti
Farnar:
Fyrstu leikir SR:
13. maí SR - Völsungur
22. maí Hamrarnir - SR
29. maí SR - Sindri
Athugasemdir