þri 04. júní 2019 15:13
Elvar Geir Magnússon
Sjö á sölulista hjá Barcelona
Philippe Coutinho.
Philippe Coutinho.
Mynd: Getty Images
Mörg stór félög í Evrópu eru að endurnýja leikmannahópa sína í sumarglugganum en þar á meðal er Barcelona.

Börsungar unnu La Liga en féllu úr leik í Meistaradeildinni á dramatískan hátt gegn Liverpool.

Talað var um að sæti Ernesto Valverde þjálfara væri orðið heitt en Barcelona virðist ætla að halda tryggð við hann í allavega eitt tímabil til viðbótar.

Spænska blaðið Mundo Deportivo segir að sjá leikmenn liðsins séu á sölulista.

Þar á meðal er Philippe Coutinho sem hefur ekki fundið sig síðan hann var keyptur frá Liverpool. Chelsea, Manchester United og PSG hafa öll sýnt honum áhuga en hann gæti kostað allt að 100 milljónir punda.

Andre Gomes var á liðnu tímabili lánaður til Everton og gæti félagið keypt hann alfarið. Einnig er West Ham með áhuga á honum.

Vængmaðurinn Malcom var á leiðinni til Roma í fyrra þegar Barcelona blandaði sér í leikinn og hreppti leikmanninn. Malcom hefur ekki fundið sig og sér líklega eftir því í dag að hafa ekki farið til Ítalíu.

Markvörðurinn Jasper Cillessen, miðjumaðurinn Denis Suarez og bakverðirnir Rafinha og Marc Cucurella eru einnig á sölulista Börsunga samkvæmt frétt Mundo Deportivo.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner