Ensk lögregluyfirvöld eru með mál til rannsóknar eftir að kveikjara var kastað í nefið á Victor Lindelöf í úrslitaleik enska FA bikarsins í gær.
Sænski varnarmaðurinn var að fagna jöfnunarmarki Manchester United þegar hann fékk kveikjara í andlitið.
Honum var kastað af áhorfenda úr stúkunni og vinnur lögreglan nú hörðum höndum að því að finna út hver sökudólgurinn er.
Manchester City vann leikinn að lokum 2-1 og fullkomnaði þannig tvennuna eftir að vera búið að tryggja sér úrvalsdeildartitilinn.
„Við vitum af atviki sem átti sér stað í úrslitaleik FA bikarsins þar sem aðskotahlut var kastað inn á völlinn. Við erum að fara yfir myndbandsupptökur í nánu samstarfi með starfsmönnum á Wembley," segir meðal annars í yfirlýsingu frá lögreglunni.
Athugasemdir