Landsliðsmaður Úsbekistan orðaður við Man City - Liverpool hafnar tilboðum í Doak - Cunha til Arsenal?
   þri 04. júní 2024 12:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Albert samþykkir Inter en ein hindrun á veginum
Albert Guðmundsson.
Albert Guðmundsson.
Mynd: Getty Images
Albert Guðmundsson átti frábært tímabil með Genoa á Ítalíu og verður líklega ekki þar áfram á næsta tímabili.

Hann er orðaður við öll stærstu félögin á Ítalíu og er einnig sagður áhugi á honum úr ensku úrvalsdeildinni. Núna fjallar La Gazzetta dello Sport um það að leikmaðurinn sé búinn að samþykkja það að ganga í raðir Ítalíumeistararnir Inter.

En það er ein hindrun á veginum fyrir ítalska félagið. Inter þarf að losna við austurríska sóknarmanninn Marko Arnautovic af launaskrá til að geta keypt Albert.

Arnautovic er samningsbundinn Inter til 2025 en félagið vonast til að selja hann til Sádi-Arabíu í sumar.

Arnautovic vill helst vera áfram hjá Inter en það verður fróðlegt að sjá hvað gerist.
Athugasemdir
banner
banner
banner