Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
   sun 04. júlí 2021 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Guendouzi færist nær Marseille - Saliba líka þangað?
Arsenal virðist vera að láta tvo leikmenn í hendur franska úrvalsdeildarfélagsins Marseille.

Arsenal hefur verið í viðræðum við Marseille í nokkrar vikur varðandi miðjumanninn Matteo Guendouzi. Núna hefur samkomulag náðst um skipti 22 ára gamla miðjumannsins.

Mikel Arteta, stjóri Arsenal, er ekki hrifinn af leikmanninum og lánaði hann til Hertha Berlín á síðustu leiktíð. Guendouzi fer á láni til Marseille en þeir þurfa svo að kaupa hann næsta sumar. Arsenal mun í heildina fá um 10 milljónir punda fyrir leikmanninn.

Varnarmaðurinn William Saliba gæti einnig verið á förum til Marseille frá Arsenal.

Stuðningsmenn Arsenal höfðu einhverjir gert sér vonir um að Saliba myndi spila fyrir Arsenal á næstu leiktíð en svo virðist ekki vera. Marseille er að ræða við Arsenal um að fá hann á láni.
Athugasemdir
banner