Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 04. júlí 2022 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Solbakken mættur til Rómar
Ola Solbakken í leik með Bodö/Glimt gegn Roma
Ola Solbakken í leik með Bodö/Glimt gegn Roma
Mynd: EPA
Ola Solbakken, framherji Bodö/Glimt í Noregi, er að ganga frá samkomulagi við Sambandsdeildarmeistara Roma en hann er staddur í Róm þar sem hann er að ganga frá viðræðum við félagið. Þetta kemur fram á TV2

Norski framherjinn skoraði 6 mörk í Sambansdeildinni á síðustu leiktíð og heillaði þar Jose Mourinho, þjálfara Roma, upp úr skónum í leikjum liðanna.

Solbakken. sem er 23 ára, skoraði þrjú mörk í tveimur leikjum í riðlakeppninni gegn Roma og spilaði þá síðari leikinn 4-0 tapi í 8-liða úrslitum keppninnar.

Roma hefur verið í viðræðum við Bodö/Glimt í næstum tvo mánuði en norska félagið hefur reynst afar erfitt í viðræðunum og var útlit fyrir að skiptin myndu ekki ganga í gegn.

Norska sjónvarpsstöðin TV2 segir nú að Roma sé að ganga frá samkomulagi við Bodö/Glimt um Solbakken og að hann sé staddur í Róm til að semja um kaup og kjör.

Solbakken var byrjaður að ræða við tyrkneska félagið Galatasaray eftir að viðræður Bodö og Roma sigldu í strand í síðasta mánuði en tyrkneska félagið er ekki lengur í myndinni.
Athugasemdir
banner
banner