Mikið ber á milli Man Utd og Roma í viðræðum um Zirkzee - Chelsea hyggst styrkja miðsvæðið og er orðað við Mainoo og Wharton
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
   mið 04. ágúst 2021 21:54
Anton Freyr Jónsson
Eggert Aron: Alltaf horft á Breiðablik sem erkióvin
Eggert Aron Guðmundsson var frábær í kvöld.
Eggert Aron Guðmundsson var frábær í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér líður ógeðslega vel. Við erum búnir að vinna lengi til að vinna svona leiki og loksins skilaði þetta og við unnum af okkur rassgatið og gerðum bara okkur besta sem skilaði sigrinum."

Lestu um leikinn: Stjarnan 4 -  0 ÍA

Stjörnumenn fóru með 3-0 forskot inn í hálfleik en síðan dalaði aðeins sóknarleikur liðsins í þeim síðari.

„Ég veit ekki hvað það var. Þeir komu sterkir inn í seinni hálfleik og náðu að halda okkur í skefjum en við héldum hreinu og fengum fá færi á okkur þannig þetta var bara fínn seinni hálfleikur."

Eggert Aron Guðmundsson lék sinn fyrsta byrjunarliðsleik í kvöld með Stjörnunni. Hann kom Stjörnumönnum á bragðið og lagði upp eitt síðar í leiknum.

„Jú ég get líka þakkað liðsfélögum mínum fyrir þessa frammistöðu útaf þeir hjálpa mér ógeðslega mikið innan sem utan vallar."

Stjarnan fær Breiðablik í heimsókn í Garðabæinn í næstu umferð og er Eggert Aron spenntur fyrir því verkefni.

„Já auðvitað. Ég hef alltaf horft á Breiðablik sem erkióvin en við ætlum bara vinna þann leik og halda okkar striki áfram."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner