Arsenal ræðir við Palace um Eze - Mateta hitti Liverpool - McAtee skoðar aðstæður í Frankfurt
Óðinn Sæbjörns: Gríðarlega stoltur af strákunum
Ágúst Orri: Langbestu stuðningsmenn á Íslandi
Höskuldur: Ákváðum að bjóða þá velkomna í hakkavélina
„Einsdæmi í Evrópu að vera með alla þessa uppöldu leikmenn"
Rúnar Páll: Frekar rólegur leikur
Árni Marínó: Einhver örvænting þessir boltar hjá þeim
Lárus Orri: Förum ekki á útivöll og óskum eftir því að fá svart gúmmí í gervigrasið
Áhyggjulaus þrátt fyrir tvö töp í röð - „Skagamenn verða að eiga það við sjálfa sig“
Alex Freyr: Viljum enda í topp 6
Jökull: Vorum hægir og fyrirsjáanlegir
Spenntur fyrir nýjum leikmanni sem verður kynntur á morgun
Höskuldur: Verður allt annar leikur hér á Kópavogsvelli
„Búnir að fá æfingu í því í 11 leikjum af 14"
Skoraði sitt fyrsta mark á ferlinum með skoti fyrir aftan miðju
Siggi Hall: Þeir brotnuðu og við gengum á lagið
Haddi eftir 5-0 tap: Svekktir fyrsta klukkutímann á leiðinni heim
Björn Daníel skaut á „gömlu kallana“ í Stúkunni - „Aldrei spilað á svona góðu grasi“
Kjartan Henry: Hlakka til að horfa á leikinn aftur
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
   mið 04. ágúst 2021 21:54
Anton Freyr Jónsson
Eggert Aron: Alltaf horft á Breiðablik sem erkióvin
Eggert Aron Guðmundsson var frábær í kvöld.
Eggert Aron Guðmundsson var frábær í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér líður ógeðslega vel. Við erum búnir að vinna lengi til að vinna svona leiki og loksins skilaði þetta og við unnum af okkur rassgatið og gerðum bara okkur besta sem skilaði sigrinum."

Lestu um leikinn: Stjarnan 4 -  0 ÍA

Stjörnumenn fóru með 3-0 forskot inn í hálfleik en síðan dalaði aðeins sóknarleikur liðsins í þeim síðari.

„Ég veit ekki hvað það var. Þeir komu sterkir inn í seinni hálfleik og náðu að halda okkur í skefjum en við héldum hreinu og fengum fá færi á okkur þannig þetta var bara fínn seinni hálfleikur."

Eggert Aron Guðmundsson lék sinn fyrsta byrjunarliðsleik í kvöld með Stjörnunni. Hann kom Stjörnumönnum á bragðið og lagði upp eitt síðar í leiknum.

„Jú ég get líka þakkað liðsfélögum mínum fyrir þessa frammistöðu útaf þeir hjálpa mér ógeðslega mikið innan sem utan vallar."

Stjarnan fær Breiðablik í heimsókn í Garðabæinn í næstu umferð og er Eggert Aron spenntur fyrir því verkefni.

„Já auðvitað. Ég hef alltaf horft á Breiðablik sem erkióvin en við ætlum bara vinna þann leik og halda okkar striki áfram."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner