Van Dijk íhugaði Real - Anderson til í að fara til United - Sancho má fara frítt - Real ætlar að selja Vinicius
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
   mið 04. ágúst 2021 21:54
Anton Freyr Jónsson
Eggert Aron: Alltaf horft á Breiðablik sem erkióvin
Eggert Aron Guðmundsson var frábær í kvöld.
Eggert Aron Guðmundsson var frábær í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér líður ógeðslega vel. Við erum búnir að vinna lengi til að vinna svona leiki og loksins skilaði þetta og við unnum af okkur rassgatið og gerðum bara okkur besta sem skilaði sigrinum."

Lestu um leikinn: Stjarnan 4 -  0 ÍA

Stjörnumenn fóru með 3-0 forskot inn í hálfleik en síðan dalaði aðeins sóknarleikur liðsins í þeim síðari.

„Ég veit ekki hvað það var. Þeir komu sterkir inn í seinni hálfleik og náðu að halda okkur í skefjum en við héldum hreinu og fengum fá færi á okkur þannig þetta var bara fínn seinni hálfleikur."

Eggert Aron Guðmundsson lék sinn fyrsta byrjunarliðsleik í kvöld með Stjörnunni. Hann kom Stjörnumönnum á bragðið og lagði upp eitt síðar í leiknum.

„Jú ég get líka þakkað liðsfélögum mínum fyrir þessa frammistöðu útaf þeir hjálpa mér ógeðslega mikið innan sem utan vallar."

Stjarnan fær Breiðablik í heimsókn í Garðabæinn í næstu umferð og er Eggert Aron spenntur fyrir því verkefni.

„Já auðvitað. Ég hef alltaf horft á Breiðablik sem erkióvin en við ætlum bara vinna þann leik og halda okkar striki áfram."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner