Newcastle býr sig undir nýtt tilboð frá Liverpool - Úlfarnir vilja Strand Larsen - Everton hefur áhuga á Ake
Mjólkurlyktandi Davíð Smári: Þakklátur stjórn Vestra fyrir hugrekkið að ráða mig
Eiður Aron um stuðninginn í kvöld: Ég kem svo fáum orðum að
„Besta markið sem ég hef skorað á ferlinum þvílíkur dagur að gera það"
Gunnar Jónas: Sammi er örugglega búin að brugga eitthvað
Formaður Vals fyrir bikarúrslitin - „Stór dagur fyrir okkur Valsara"
Arnar Sveinn og Jóhann Már eru peppaðir - „Erum komnir til að sækja þennan helvítis sigur"
Best í Mjólkurbikarnum: Ætla ekki að láta það trufla mig
Upplifðu vonbrigði og lærðu helling af því - „Komnir mjög langt síðan þá"
Grétar Guðjohnsen: Væri flott að fá svipaðan díl og Birnir Snær
Guðný: Var tekinn samningsfundur án mín
Kátur Jón Óli vonast til að halda útlendingunum
Dóri Árna: Sjálfstraustsleysi fyrir framan markið
Sandra: Fínt að fá að vera í sigurvímu eftir langa bið
Jóhann: Ekki mörg lið sem geta haldið þeim niðri
Guðni Eiríksson: Klárt mál að ef hún helst heil að þá fer hún út
Björgvin: Byrjuðum leikinn á 28. mínútu
Valgeir: Ef maður fær snertingu afhverju ekki þá að fara niður?
Jóhannes Karl: Hún var flott í dag
Þjálfari Virtus: Stundum gerast kraftaverk í San Marínó
Óli Kri: Rotar okkur svolítið þetta mark sem þau skora
   mið 04. ágúst 2021 21:54
Anton Freyr Jónsson
Eggert Aron: Alltaf horft á Breiðablik sem erkióvin
Eggert Aron Guðmundsson var frábær í kvöld.
Eggert Aron Guðmundsson var frábær í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér líður ógeðslega vel. Við erum búnir að vinna lengi til að vinna svona leiki og loksins skilaði þetta og við unnum af okkur rassgatið og gerðum bara okkur besta sem skilaði sigrinum."

Lestu um leikinn: Stjarnan 4 -  0 ÍA

Stjörnumenn fóru með 3-0 forskot inn í hálfleik en síðan dalaði aðeins sóknarleikur liðsins í þeim síðari.

„Ég veit ekki hvað það var. Þeir komu sterkir inn í seinni hálfleik og náðu að halda okkur í skefjum en við héldum hreinu og fengum fá færi á okkur þannig þetta var bara fínn seinni hálfleikur."

Eggert Aron Guðmundsson lék sinn fyrsta byrjunarliðsleik í kvöld með Stjörnunni. Hann kom Stjörnumönnum á bragðið og lagði upp eitt síðar í leiknum.

„Jú ég get líka þakkað liðsfélögum mínum fyrir þessa frammistöðu útaf þeir hjálpa mér ógeðslega mikið innan sem utan vallar."

Stjarnan fær Breiðablik í heimsókn í Garðabæinn í næstu umferð og er Eggert Aron spenntur fyrir því verkefni.

„Já auðvitað. Ég hef alltaf horft á Breiðablik sem erkióvin en við ætlum bara vinna þann leik og halda okkar striki áfram."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner