Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   fim 04. ágúst 2022 20:22
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Origo vellinum
María komin heim: Akureyri er langbesti staður í heimi
María Catharina Ólafsd. Gros.
María Catharina Ólafsd. Gros.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
María Catharina Ólafsd. Gros er mætt aftur heim til Íslands eftir dvöl hjá stórliðinu Celtic í Skotlandi.

María lék allan tímann með Þór/KA þegar liðið tapaði 3-0 fyrir toppliði Vals í Bestu deild kvenna í kvöld. Fréttamaður Fótbolta.net ræddi við hana eftir leik.

Lestu um leikinn: Valur 3 -  0 Þór/KA

„Mér fannst við geta gert betur. Við byrjuðum leikinn ekki vel og þær refsa okkur fyrir það," sagði María eftir leik.

„Við ætluðum að vinna, við stefnum alltaf á að sigra og mér finnst við vera með nógu gott lið til að vinna öll önnur lið."

Hvernig er að vera komin aftur heim á Akureyri? „Það er mjög 'nice'. Akureyri er langbesti staður í heimi. Ég lærði mjög mikið fótboltalega séð og utan fótboltans. Ég er mjög þakklát fyrir tímann (með Celtic) en ég er líka mjög glöð að vera komin aftur heim."

Hún segir að það hafi verið önnur félög inn í myndinni en það hafi verið númer eitt að koma heim í Þór/KA og gera vel með þeim. Celtic er stærsta félagið í Skotlandi ásamt Rangers. Hún segist hafa tekið eftir því hversu stórt félagið er á meðan hún spilaði þarna.

„Maður fann alveg fyrir því. Ef maður var út í búð í Celtic búningnum þá horfði fólk alveg á mann og spurði spurninga," segir María.

Þór/KA er nálægt fallsvæðinu. Hvernig líst henni á framhaldið? „Ég hef fulla trú á því að við munum ekki falla. Við erum með mjög góðan hóp og efnilegan. Ég hef fulla trú á því að við getum náð góðu sæti í deildinni."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner