Van Dijk íhugaði Real - Anderson til í að fara til United - Sancho má fara frítt - Real ætlar að selja Vinicius
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
   fim 04. ágúst 2022 20:22
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Origo vellinum
María komin heim: Akureyri er langbesti staður í heimi
Kvenaboltinn
María Catharina Ólafsd. Gros.
María Catharina Ólafsd. Gros.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
María Catharina Ólafsd. Gros er mætt aftur heim til Íslands eftir dvöl hjá stórliðinu Celtic í Skotlandi.

María lék allan tímann með Þór/KA þegar liðið tapaði 3-0 fyrir toppliði Vals í Bestu deild kvenna í kvöld. Fréttamaður Fótbolta.net ræddi við hana eftir leik.

Lestu um leikinn: Valur 3 -  0 Þór/KA

„Mér fannst við geta gert betur. Við byrjuðum leikinn ekki vel og þær refsa okkur fyrir það," sagði María eftir leik.

„Við ætluðum að vinna, við stefnum alltaf á að sigra og mér finnst við vera með nógu gott lið til að vinna öll önnur lið."

Hvernig er að vera komin aftur heim á Akureyri? „Það er mjög 'nice'. Akureyri er langbesti staður í heimi. Ég lærði mjög mikið fótboltalega séð og utan fótboltans. Ég er mjög þakklát fyrir tímann (með Celtic) en ég er líka mjög glöð að vera komin aftur heim."

Hún segir að það hafi verið önnur félög inn í myndinni en það hafi verið númer eitt að koma heim í Þór/KA og gera vel með þeim. Celtic er stærsta félagið í Skotlandi ásamt Rangers. Hún segist hafa tekið eftir því hversu stórt félagið er á meðan hún spilaði þarna.

„Maður fann alveg fyrir því. Ef maður var út í búð í Celtic búningnum þá horfði fólk alveg á mann og spurði spurninga," segir María.

Þór/KA er nálægt fallsvæðinu. Hvernig líst henni á framhaldið? „Ég hef fulla trú á því að við munum ekki falla. Við erum með mjög góðan hóp og efnilegan. Ég hef fulla trú á því að við getum náð góðu sæti í deildinni."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner