Man Utd hefur mikinn áhuga á Kvaratskhelia - Man Utd fylgdist með þremur leikmönnum Sporting - Arsenal fylgist með Retegui
   sun 04. september 2022 13:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Utrecht
Framundan er einn stærsti leikur í fótboltasögu Íslands
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stelpurnar okkar í íslenska landsliðinu eru núna komnar yfir til Hollands þar sem er framundan risastór leikur í íslenskri fótboltasögu.

Ísland er að fara að leika við Holland í hreinum úrslitaleik um það að komast beint á HM.

Íslenska liðið vann 6-0 sigur gegn Hvíta-Rússlandi síðasta föstudagskvöld og er á toppi riðils síns fyrir leikinn gegn Hollandi. Ísland fer beint á HM með sigri eða jafntefli gegn Hollandi. Ef leikurinn tapast, þá fer Ísland í umspil.

„Mér líst vel á þetta. Við erum búnar með góðan undirbúning, vinna stórt og fá sjálfstraust. Við vitum að þetta verður krefjandi leikur. Það er allt undir. Þetta verður spennandi. Þetta verður erfiður leikur á móti góðu liði," sagði landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir eftir leikinn á móti Hvíta-Rússlandi er hún var spurð út í leikinn við Holland.

Það yrði risastórt afrek fyrir Ísland að komast inn á heimsmeistaramótið í fyrsta sinn - og hvað þá með því að vinna sinn riðil í undankeppninni - en liðið hefur aldrei verið nær því að komast inn á stærsta svið kvennafótboltans en akkúrat núna.

Búið er að fjölga Evrópuþjóðum á HM um tvær frá á síðasta móti, en samt yrði þetta að sjálfsögðu mjög stórt afrek. Það fara ellefu þjóðir frá Evrópu á HM í Ástralíu og Nýja-Sjálandi á næsta ári.

Íslenska liðið æfir í Hollandi síðar í dag og verða viðtöl hér á síðunni við fjóra af leikmönnum liðsins. Endilega fylgist með.

Leikurinn er svo á þriðjudaginn í Utrecht. Hefst hann klukkan 18:45 að íslenskum tíma.


Athugasemdir
banner
banner