Garnacho vill ekki til Arabíu - Bayern gæti reynt við Trossard - Ferguson hefur gert munnlegt samkomulag við Roma
   sun 04. september 2022 22:34
Brynjar Ingi Erluson
Þýskaland: Sigraði krabbameinið og tryggði svo öll stigin gegn Augsburg
Marco Richter hafði svo sannarlega ástæðu til að fagna
Marco Richter hafði svo sannarlega ástæðu til að fagna
Mynd: EPA
Mainz er að byrja tímabilið ágætlega í Þýskalandi en liðið vann Borussia Monchengladbach, 1-0, í dag og er nú með níu stig eftir fimm leiki.

Leikmenn Gladbach þurftu að verjast vel fyrstu mínúturnar gegn Mainz sem skapaði sér nokkur fín færi áður en Gladbach tók völdin á leiknum.

Liðið brenndi af nokkrum góðum færum áður en flautað var til loka fyrri hálfleiks. Í þeim síðari varð Gladbach fyrir áfalli er Ko Itakura var rekinn af velli eftir skelfilega tæklingu. Aaron Martin tók aukaspyrnuna fyrir Mainz og skoraði.

Gladbach hélt samt sem áður áfram að skapa sér færi eftir þetta. Liðið vildi fá vítaspyrnu er varnarmaður Mainz handlék knöttinn innan teigs, en ekkert dæmt. Þá kom Lars Stindl boltanum í net Mainz á 87. mínútu en línuvörðurinn búinn að flagga og markið því dæmt af.

Lokatölur 1-0. Mainz eins og áður segir með 9 stig en Gladbach með 8 stig.

Hertha Berlín lagði þá Augsburg, 2-0. Kantmaðurinn eldsnöggi, Dodi Lukebakio skoraði á 57. mínútu áður en Marco Richter gerði annað mark liðsins undir lok leiks. Þetta var fyrsta mark hans síðan hann greindist með æxli fyrr á árinu. Hann er laus við meinið og gat svo sannarlega leyft sér að fagna marki sínu í kvöld.

Úrslit og markaskorarar:

Borussia M. 0 - 1 Mainz
0-1 Aaron Martin ('55 )
Rautt spjald: Ko Itakura, Borussia M. ('53)

Augsburg 0 - 2 Hertha
0-1 Dodi Lukebakio ('57 )
0-2 Marco Richter ('90 )
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 34 25 7 2 99 32 +67 82
2 Leverkusen 34 19 12 3 72 43 +29 69
3 Eintracht Frankfurt 34 17 9 8 68 46 +22 60
4 Dortmund 34 17 6 11 71 51 +20 57
5 Freiburg 34 16 7 11 49 53 -4 55
6 Mainz 34 14 10 10 55 43 +12 52
7 RB Leipzig 34 13 12 9 53 48 +5 51
8 Werder 34 14 9 11 54 57 -3 51
9 Stuttgart 34 14 8 12 64 53 +11 50
10 Gladbach 34 13 6 15 55 57 -2 45
11 Wolfsburg 34 11 10 13 56 54 +2 43
12 Augsburg 34 11 10 13 35 51 -16 43
13 Union Berlin 34 10 10 14 35 51 -16 40
14 St. Pauli 34 8 8 18 28 41 -13 32
15 Hoffenheim 34 7 11 16 46 68 -22 32
16 Heidenheim 34 8 5 21 37 64 -27 29
17 Holstein Kiel 34 6 7 21 49 80 -31 25
18 Bochum 34 6 7 21 33 67 -34 25
Athugasemdir
banner
banner
banner